Leita í fréttum mbl.is

Hvar eru karlarnir?

Í gær var fjallað um geymslu svonefndra menningarverðmæta og malbik í þættinum Kveikur í Ríkissjónvarpinu.

Við umfjöllun um geymslumálin kom á óvart gríðarlegt magn efnis og hluta ríkisvaldinu er ætlað að varðveita. Þrátt fyrir að þátturinn ætti að sýna fram á hve illa væri staðið að geymslumálum, þá kom raunar á óvart hvað vel er staðið að þessum málum víðast hvar miðað við það óhemju magn sem um ræðir. 

Annað sem kom á óvart er af hverju allt það efni sem hægt er að míkrófilma sé ekki míkrófilmað og varðveitt eingöngu með þeim hætti og öðru fargað sem ekki teljast mikilvægir minnisvarðar íslenskrar listar og menningar. 

Í þriðja lagi þá var eingöngu talað við konur enda þær allsstaðar í stjórnunarstöðum á safna og listmunasviðinu.

Þegar fjallað var um malbikið og gæði þess í síðara umfjöllunarefnis Kveiks, var vegamálastjóri, sem er kona líka til andsvara.

Það er ánægjuefni að konur sæki fram og gegni forustu- og stjórnunarhlutverki á sem flestum sviðum í þjóðfélaginu til jafns við karla. Þegar svo er komið að konur hafa haslað sér völl sem stjórnendur til jafns við karla,er þá réttlætanlegt að hafa lög um jafnstöðu kynjana með þeim hætti, að við mat á því hvort ráða skuli konu eða karl til starfa, þurfi sérstaklega að réttlæta það að karlinn var valinn umfram konuna. Sú viðmiðun, sem t.d. réði niðurstöðu í kærumáli gegn Lilju Alfreðsdóttur menntamálaráðherra, á engan rétt á sér lengur og stuðlar frekar að óréttlæti en réttlæti. Við erum á allt öðrum stað en þegar lögin voru samþykkt.

Hinn "kúgaði minnihlutahópur" konur hefur sem betur fer sótt fram og tími er til kominn að af-fórnarlambavæða þennan "kúgaða minnihlutahóp" og viðurkenna að það er ekki um neina lagalega kúgun að ræða gagnvart konum. Við erum fyrst og fremst einstaklingar og það á að velja fólk til starfa vegna hæfileika hvort sem er í pólitík eða öðrum störfum en ekki kynferði. Gamla viðmiðunin á við þjóðfélag sem er ekki lengur til staðar. 


Bloggfærslur 9. október 2020

Höfundur

Jón Magnússon
Jón Magnússon

Síðuritari er Hæstaréttarlögmaður og fyrrverandi alþingismaður.

 

Eldri færslur

Sept. 2025
S M Þ M F F L
  1 2 3 4 5 6
7 8 9 10 11 12 13
14 15 16 17 18 19 20
21 22 23 24 25 26 27
28 29 30        

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (15.9.): 939
  • Sl. sólarhring: 943
  • Sl. viku: 3341
  • Frá upphafi: 2601715

Annað

  • Innlit í dag: 855
  • Innlit sl. viku: 3113
  • Gestir í dag: 798
  • IP-tölur í dag: 765

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband