Leita í fréttum mbl.is

Of lítið. Of seint

Innanríkisráðherrar Evrópusambandsins samþykktu í gær að efla öryggi í álfunni og herða eftirlit á ytri landamærunum vegna ódæðisverka Íslamista í Austurríki og Frakklandi fyrir stuttu. 

Þess var minnst, að 5 ár eru liðin frá stórfelldum hryðjuverkum Íslamista í París og víðar. En af hverju var ekki brugðist við þá með hertum aðgerðum? 

Ráðamenn Evrópu bera mikla ábyrgð á því að bregðast ekki við af hörku fyrr. Fyrir 5 árum mátti staðan í þessum málum vera ljós. Hættan var veruleg ekki síst vegna þess að fjölmargir múslimar í Evrópu telja ekkert athugavert við hryðjuverkin og sumir dásama hryðjuverkamennina. 

Fólkið í Evrópu hefur lengið krafist þess, að reglur yrðu hertar, en ráðamenn hafa frestað því ítrekað sennilega af ótta við að verða kallaðir rasistar og níðingar eins og "góða fólkinu" er svo tamt að kalla þá sem vilja gera ráðstafanir í samræmi við heilbrigða skynsemi varðandi móttöku fólks frá íslömskum löndum. 

Hryðjuverk, morð og víðtækar nauðganir hafa verið afleiðingar andvaraleysis ráðamanna Evrópu og nú er boðað til aðgerða, enn einu sinni, sem frekast virðast miða við, að friða almenning og láta sem verið sé að gera eitthvað. 

Á sama tíma fara ráðamenn Íslands að, eins og sjáandi sjái þeir ekki og heyrandi heyri þeir ekki. Ógnin og vandinn sem liggur fyrir vegna móttöku svokallaðra flóttamanna hefur legið fyrir um árabil og einmitt þá æða íslenskir stjórnmálamenn ofan í það sama fen og er í Evrópu til að búa til ógn gegn öryggi borgara þessa lands og valda víðtækum vandamálum í framtíðinni. 

Því miður í boði Sjálfstæðisflokksins voru búin til vitlausustu útlendingalög sem til eru í álfunni. Auk heldur hafa landamæri Íslands orðið þau galopnustu í Evrópu með þeim afleiðingum að við tökum nú við fleiri flóttamönnum og kvótaflóttamönnum en önnur Norðurlönd. 

Sjá íslenskir stjórnmálamenn virkilega ekki ástandið í Svíþjóð, þar sem forsætisráðherra landsins Stefan Lövgren viðurkennir að um ógn sé að ræða og lögreglan ráði ekki við vandamálin á fjölmörgum svæðum. Sjá menn ekki að Danir m.a. danski forsætisráðherrann sem líka er sósíaldemókrati gengur í að herða reglur til að stemma stigu við þessum vágestum m.a. með skírskotun hvernig ástandið er í Danmörku. 

Íslenskir stjórnmálamenn neita að horfast í augu við vandann og gera ekkert. Dómsmálaráðherra Sjálfstæðisflokksins lætur það viðgangast, að félagi hryðjuverkasamtaka Íslamista fái landvist á Íslandi með fjölskyldu sinni. Öryggi fólksins í landinu er greinilega ekki í fyrsta sæti á þeim bæ.

Íslensk stjórnvöld verða að bregðist við með hagsmuni íslensku þjóðarinnar að leiðarljósi og gera m.a. víðtækar breytingar á útlendingalögunum og taki upp þá reglu að þeim sem geta ekki gert grein fyrir sér og komu sinni verði vísað tafarlaust til baka og skylda þann flutningsaðila,sem kom með fólkið að flytja það til baka. 

Það er ekki of seint að bregðast við. En tíminn styttist óðum. Við viljum ekki lenda í sama vanda og Svíar og Danir.  


Bloggfærslur 14. nóvember 2020

Höfundur

Jón Magnússon
Jón Magnússon

Síðuritari er Hæstaréttarlögmaður og fyrrverandi alþingismaður.

 

Eldri færslur

Apríl 2024
S M Þ M F F L
  1 2 3 4 5 6
7 8 9 10 11 12 13
14 15 16 17 18 19 20
21 22 23 24 25 26 27
28 29 30        

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (19.4.): 37
  • Sl. sólarhring: 58
  • Sl. viku: 1698
  • Frá upphafi: 2291588

Annað

  • Innlit í dag: 34
  • Innlit sl. viku: 1524
  • Gestir í dag: 31
  • IP-tölur í dag: 31

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband