Leita í fréttum mbl.is

Margaret Thatscher sannleikurinn og Crown sagnfrćđin

Í dag eru 30 ár síđan Margaret Thatcher lét af embćtti sem forsćtisráđherra í Bretlandi en hún tók viđ embćtti 1979.

Tíminn er fljótur ađ líđa og fólk ađ gleyma. Ţessvegna skiptir máli ađ sagnfrćđingar segi rétt frá og í sögulegu samhengi. Ţegar Thatscher á í hlut,er iđulega hallađ réttu máli og reynt ađ gera hlut hennar sem minnstan og rangfćra stađreyndir. 

Ég hef horft á nokkra af vinsćlu Netflix ţáttunum "Crown", ţar sem fjallađ er um samskipti Thacher og bresku drottningarinnar og breskt ţjóđlíf á níunda áratug síđustu aldar. Ţar eru hlutir heldur betur teknir úr samhengi og jafnvel sagt rangt frá. 

Ţegar Thatcher tók viđ embćtti 1979, hafđi verkamannaflokks ríkisstjórn James Callaghan setiđ ađ völdum um árabil og ástandiđ var ţannig, ađ Bretar ţurftu ađ sćkja um ađstođ Alţjóđa gjaldeyrissjóđsins, verkföll og ólga í landinu voru svo mikil, ađ Callaghan óttađist um ţađ á tímabili, ađ hann yrđi ađ kalla á herinn til ađstođar viđ ađ halda uppi röđ og reglu. Atvinnuleysi var svo mikiđ ađ eitt helsta vígorđ Íhaldsmanna í kosningunum 1979 var "Labour is not working".  Bretland var veiki mađurinn í Evrópu efnahagslega. Ţađ var viđ ţessar kringumstćđur sem Thatscher tók viđ.

Thatscher tók til óspilltra málanna og gjörbreytti efnahagsstefnunni á grundvelli einstaklingfrelsis og athafnafrelsis. Stjórnkerfiđ var endurskođađ,mörg ríkisfyrirtćki sem voru rekin međ tapi voru lögđ niđur eđa seld ef ţess var kostur. Víđtćkar skattbreytingar voru gerđar auk ýmiss annars. Thatcher ţurfti ađ heyja harđvítuga baráttu viđ verkalýđshreyfinguna í Bretlandi sérstaklega námumenn og hafđi sigur og sá sigur ţýddi ţađ ađ stjórnvöld náđu aftur ađ stjórna landinu án ţess ađ eiga stöđugt á hćttu verkföll eđa lamandi skyndiverkföll.

En ađgerđir Thatscher stjórnarinnar mćttu mikilli andstöđu sumra og m.a. árituđu 364 af fremstu hagfrćđingum Bretlands mótmćlaskjal gegn stefnu ríkisstjórnarinnar áriđ 1982, sem ţeir töldu ađ stefndi efnahagskerfi Bretlands í stórkostlega hćttu og vćru af hinu illa. Ţađ segir sitt um stöđu hagfrćđinnar á ţeim tíma og jafnvel síđar, ađ í framhaldi af ţessari andspyrnu hagfrćđinganna tók fjárhagur Breta heldur betur ađ rétta úr kútnum, vextir lćkkuđu og atvinnuleysi minnkađi. Ţegar Thatscher lét af störfum var stađa Bretlands sem fjármálaveldis sterk og atvinnuleysi hafđi dregist gríđarlega saman. 

Thatscher naut virđingar og stjórn hennar stóđ sig vel í utanríkismálum. Milli hennar og Ronald Reagan Bandaríkjaforseta myndađist traust samband og vinátta og ţau voru áhrifamestu leiđtogarnir til ađ vinna bug á kommúnismanum í Evrópu. Thatscher var andstćđingur apartheit stefnunnar í Suđur-Afríku, en var samt á móti ţví eins og Reagan ađ beita landiđ viđskiptaţvingunum. Ţađ sjónarmiđ rökfćrđi hún vel, ég var ţeim innilega sammála á ţeim tíma og er enn. 

Í Crown ţáttunum sem ég hef horft á, er reynt ađ varpa rýrđ á Thatscher međ ýmsu móti m.a. er látiđ í veđri vaka ađ henni sé um ađ kenna mikiđ atvinnuleysi, en ţess ekki getiđ ađ ţađ var búiđ sem hún tók viđ af Verkamannaflokknum. Ţá er gert mikiđ úr ţví, ađ hún og drottningin hafi lent í mikilli deilu vegna ţess, ađ Thatscher vildi ekki samţykkja viđskiptabann á Suđur-Afríku ţađ er gert til ađ sýna ađ Elísabet drottning hafi alltaf veriđ á móti kynţáttaađskilnađarstefnunni (apartheit) en Thatscher ekki. Allt er ţetta rangt auk ţess sem ţađ er rofiđ úr samhengi. Í ţessu sambandi er vert ađ benda á ummćli Nelson Mandela fyrrum forsćtisráđherra Suđur-Afríku, sem sagđi um Thatscher "She is an enemy of apartheit-. We have much to thank her for."

Margareth Thatcher var tvímćlalaust einn merkasti stjórnmálamađur síđari hluta síđustu aldar. Breta geta ţakkađ henni fyrir ţađ ađ hafa komiđ Bretlandi upp úr öldudal óstjórnar, verkfalla og efnahagslegrar kyrrstöđu og öngţveitis og komiđ ţví til leiđar ađ Bretland varđ aftur efnahagslegt stórveldi ţar sem treysta mátti á stöđugleika og öryggi í viđskiptum.

Af sjálfu leiđir, ađ vinstri menn mega ekki til ţess hugsa, ađ saga Thatscher sé sögđ óspjölluđ og sannleikanum samkvćmt. Sú saga er sigurganga ţar sem stefna frjáls framtaks og takmarkađra ríkisafskipta sigrađi og sýndi fram á ţá einu leiđ, sem ţjóđfélög nútímans eiga til ađ komast frá fátćkt til velmegunar. 

  


Bloggfćrslur 21. nóvember 2020

Höfundur

Jón Magnússon
Jón Magnússon

Síðuritari er Hæstaréttarlögmaður og fyrrverandi alþingismaður.

 

Eldri fćrslur

Mars 2024
S M Ţ M F F L
          1 2
3 4 5 6 7 8 9
10 11 12 13 14 15 16
17 18 19 20 21 22 23
24 25 26 27 28 29 30
31            

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (28.3.): 416
  • Sl. sólarhring: 1304
  • Sl. viku: 6061
  • Frá upphafi: 2276699

Annađ

  • Innlit í dag: 396
  • Innlit sl. viku: 5634
  • Gestir í dag: 388
  • IP-tölur í dag: 383

Uppfćrt á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikiđ á Javascript til ađ hefja innskráningu.

Hafđu samband