Leita í fréttum mbl.is

Ríkið og trúin

Allt frá lögfestingu tíundarlaga á 11.öld hefur ríkisvaldið talið eðlilegt að hafa afskipti af trúarskoðunum einstaklinga og greiðslur þeirra til guðdómsins. Spurning er hvort það sé eðlilegt enn í dag að ríkisvaldið vasist í þeim málum.

Nú deila kirkjunnar menn á ríkisstjórnina fyrir að borga henni ekki það sem kirkjunni ber af sóknargjöldum. Þannig fái keisarinn meira en honum ber á kostnað Guðdómsins.  

Auðvelt ætti að vera að skera úr um þetta, þar sem við höfum sérstök lög í landinu um sóknargjöld nr. 91/1987 skv. þeim greiðir ríkið 15. hvers mánaðar til trúfélaga fyrir nef hvert í viðkomandi trúfélagi. 

En hvað sem líður sóknargjöldum og fjárhæð þeirri er þá ekki eðlilegt að spyrja, hvort ekki sé óeðlilegt, að ríkisvaldið vasist í innheimtu fyrir trú- og lífsskoðunarfélög í landinu. Af hverju ætti ríkisvaldið frekar að skipta sér af því en innheimtu æfingagjalda til íþróttafélaga?

Árið 2020 væri eðlilegt að ríkisvaldið segði sig frá þessari gjaldheimtu á einstaklinga og lækkaði skatta þeira sem því nemur og segði nú verður guðdómurinn að sjá um að innheimta það sem Guðs er, keisarinn sér um sig.  


Bloggfærslur 26. nóvember 2020

Höfundur

Jón Magnússon
Jón Magnússon

Síðuritari er Hæstaréttarlögmaður og fyrrverandi alþingismaður.

 

Eldri færslur

Júlí 2025
S M Þ M F F L
    1 2 3 4 5
6 7 8 9 10 11 12
13 14 15 16 17 18 19
20 21 22 23 24 25 26
27 28 29 30 31    

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (5.7.): 323
  • Sl. sólarhring: 378
  • Sl. viku: 3913
  • Frá upphafi: 2560783

Annað

  • Innlit í dag: 299
  • Innlit sl. viku: 3673
  • Gestir í dag: 277
  • IP-tölur í dag: 273

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband