Leita í fréttum mbl.is

Heilbrigðiskerfið

Íslenska heilbrigðiskerfið er greinilega eitt það besta sem til er í heiminum. 

Í Covid fárinu sem herjar nú á lönd og álfur verður ekki annað séð miðað við það sem kemur fram á hinum ýmsustu fréttastöðvum erlendis, en að íslenska heilbrigðiskerfið sé að standa sig best í baráttunni við Covid veiruna og sinna þeim sjúklingum vel sem þurfa á spítalavist og sérhæfðum búnaði að halda. 

Dánartíðni af veirunni er enn lægst hér og vonandi verður svo áfram.

Þó alltaf megi að öllu finna og fráleitt annað en gerð séu á stundum mistök í svo viðkvæmum málum sem heilbrigðisstarfsfólk þarf að fást við. Þó mistök eigi sér stað, þá verður alltaf að skoða hver er heildarárangurinn og gæðin í alþjóðlegum samanburði

Undanfarin ár hefur heyrst margraddaður söngur úrtölu- og sjálfshirtingarfólks, sem hefur kyrjað það að heilbrigðiskerfið væri ónýtt. Meira að segja hafa samtök og félög lækna sent hin ýmsustu betli- og kröfubréf þannig orðuð að heilbrigðiskerfið væri ónýtt. Jafnvel svo að biði upp á almannahættu.

Þær staðreyndir sem blasa við okkur í dag ættu að sýna, hversu glórulaus opinber umræða getur stundum verið á landi hér. 


Bloggfærslur 1. apríl 2020

Höfundur

Jón Magnússon
Jón Magnússon

Síðuritari er Hæstaréttarlögmaður og fyrrverandi alþingismaður.

 

Eldri færslur

Júlí 2025
S M Þ M F F L
    1 2 3 4 5
6 7 8 9 10 11 12
13 14 15 16 17 18 19
20 21 22 23 24 25 26
27 28 29 30 31    

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (6.7.): 4
  • Sl. sólarhring: 334
  • Sl. viku: 3083
  • Frá upphafi: 2560806

Annað

  • Innlit í dag: 4
  • Innlit sl. viku: 2906
  • Gestir í dag: 4
  • IP-tölur í dag: 4

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband