Leita í fréttum mbl.is

Er rétt ađ styđja WHO eđa hćtta stuđningi viđ ţá eins og USA

Ríkisstjórn Bandaríkjanna hefur ákveđiđ ađ hćtta tuga milljarđa fjárhagsstuđningi viđ WHO. Donald Trump Bandaríkjaforseti liggur undir ámćli fyrir ţessa ákvörđun m.a. frá ţjóđarleiđtogum, sem leggja hlutfallslega mun minna til WHO en Bandaríkjamenn hafa gert.

Ríkisstjórn Bandaríkjanna hefur gagnrýnt WHO fyrir ađ hafa ekki stađiđ sig ţegar C-19 kom upp. Ekki haft forustu. Ekki gengist fyrir samrćmdum ađgerđum. Látiđ ţöggun Kínverja framhjá sér fara og stutt ţá í ţögguninni.  WHO hafi ţví brugđist hlutverki sínu međ hrćđilegum afleiđingum, heimsfaraldri C-19. 

WHO hefur ekki stađiđ fyrir samrćmdum ađgerđum til ađ vinna bug á faraldrinum eins og WHO ber ađ gera og sýnt af sér ótrúlega vanhćfni. Margir sem komnir eru fram yfir miđjan aldur halda, ađ Sameinuđu ţjóđirnar séu ţađ sem ţćr voru fyrir 20 árum eđa 30 árum eđa 40 árum. En ţví fer fjarri. 

Óstjórn innan SŢ og vanhćfni leiddi til ţess m.a. ađ USA sagđi sig frá samstarfi viđ UNESCO m.a. og fleiri stofnanir og ţar var nú Trump ekki ađ verki.  

WHO hefur enga forustu og hefur ekki burđi til ţess og ţađ er alvarlegt mál. Ţessvegna fara ţjóđir heims sínar eigin leiđir og ekkert samrćmi er í gjörđum ţeirra. WHO brást ţví og bregst algjörlega ćtlunarverki sínu. 

Ekki var hćgt ađ búast viđ neinu af WHO undir núverandi stjórn. Framkvćmdastjóri ţeirra Dr. Tedros Adhanom Ghebreyesus gegndi háum embćttum hjá Frelsisfylkingu Marxist Lenínista í Eţíópíu, sem hefur ekki kallađ allt ömmu sína ţegar kemur ađ hermdarverkum. Dr. Tedros tilnefndi harđstjóra og einrćđisherra Zimbabwe, Robert Mugabe,  sem sérstakan velgjörđar sendiherra WHO. Robert Mugabe stóđ fyrir fjöldamorđum á hvítum bćndum í Zimbabwe og beitti lét drepa og pynta fjölda stjórnarandstćđinga í Zimbabwe. Ţá hefur Dr. Tedros veriđ í nánu trúnađarsambandi viđ Kommúnistastjórnina í Kína. Dr. Tedros hefur ţví hvorki né mun gagnrýna yfirhilmingar og rangfćrslur Kínverja ţegar C-19 faraldurinn braust út heldur stađiđ ađ ţeim međ Kínverjum. 

Ţessvegna sagđi Dr. Tedros í byrjun febrúar 2020 ađ ekki vćri ţörf samrćmdra ađgerđa ţađ kom heldur betur á daginn.

Ţegar stofnun eins og WHO sýnir algjöra vanhćfni og vangetu til ađ sinna ţví sem ţeim er ćtlađ ađ gera, ţá er eđlilegt ađ einhverjar ţjóđir telji sér nóg bođiđ og ţćr neyđist til ađ fara sínar eigin leiđir. Miđađ viđ frammistöđu WHO og framkomu hvađ ţá heldur forustu WHO ţá er ótrúlegt ađ ekki skuli fleiri en Bandaríkjamenn hafa gagnrýnt hana og lýst algeru vantrausti á hana. Stofnunin og framkvćmdastjóri hennar eiga ţađ svo sannarlega skiliđ. 

Í stađ ţess ađ gagnrýna Trump fyrir ađ gera ţađ rétta í stöđunni ćttu ríkisstjórnir Evrópu og fleiri ađ krefjast ţess, ađ núverandi forusta WHO verđi látin fara og hćfir einstaklingar verđi kallađir til í ţeirra stađ. Ţađ skiptir máli fyrir heimsbyggđina ađ grípa til slíkra ađgerđa í stađ ţess ađ ráđast á Trump fyrir ađ gera ţađ eina rétta í ţessari stöđu.

Vanhćft fólk getur ekki veriđ í forustu ţegar baráttan er upp á líf og dauđa. 

 


Bloggfćrslur 15. apríl 2020

Höfundur

Jón Magnússon
Jón Magnússon

Síðuritari er Hæstaréttarlögmaður og fyrrverandi alþingismaður.

 

Eldri fćrslur

Júlí 2025
S M Ţ M F F L
    1 2 3 4 5
6 7 8 9 10 11 12
13 14 15 16 17 18 19
20 21 22 23 24 25 26
27 28 29 30 31    

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (6.7.): 1
  • Sl. sólarhring: 337
  • Sl. viku: 3080
  • Frá upphafi: 2560803

Annađ

  • Innlit í dag: 1
  • Innlit sl. viku: 2903
  • Gestir í dag: 1
  • IP-tölur í dag: 1

Uppfćrt á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikiđ á Javascript til ađ hefja innskráningu.

Hafđu samband