Leita í fréttum mbl.is

Getur enginn neitt nema Ríkiđ?

Ríkisbákniđ hefur vaxiđ öruggum og hröđum skrefum. Mikil hćkkun á launum alţingismanna, ráđherra og ćđstu embćttismanna ríkisins í upphafi kjörtímabilsins hafa leitt launaţróun, sem engin innistćđa var fyrir og ţađ var fyrirséđ, eftir ađ gírugur ráđamenn vildu engu sleppa af feng sínum. 

Ríkissjóđur var rekinn međ verulegum halla 2019 í mesta góđćri sem viđ höfum fengiđ. Nú er fyrirséđ, ađ tekjur ríkisins muni dragast verulega saman. Ţrátt fyrir ţađ hefur fjármálaráđherra mótađ ţá efnahagsstefnu, ađ ekki skuli skera niđur í ríkisfjármálum og ráđist skuli í auknar fjárfestingar hin opinbera ađ ţví er sagt er, til ađ verja störf. 

Sú var tíđin, ađ Sjálfstćđisflokkurinn bođađi, ađ nauđsyn bćri til ađ minnka umsvif ríkisins og lćkka skatta. Međ ţví yrđu ţau öfl leyst úr lćđingi, sem mundu stuđla ađ aukinni nýsköpun,  framkvćmdavilja og aukinni arpđsköpun. Viđ ţađ mundu ný störf verđa til og tekjur ríkissjóđs aukast. Ungir sjálfstćđismenn leiddu baráttuna undir vígorđinu "Bákniđ burt."

Stefnumótun fjármálaráđherra nú sýnir ađ ţađ hefur orđiđ 180 gráđu stefnubreyting hjá Sjálfstćđisflokknum, Taliđ er vćnlegast til árangurs og varnar gegn ţjóđarvá ađ stćkka ríkisbákniđ hlutfallslega međ ţví ađ spara ekkert og međ auknum fjárfestingum hins opinbera, en međ ţeim hćtti verđi störfin varin. 

Samkvćmt hefđbundinni borgaralegri hagfrćđi ţýđir ţessi stefna, gríđarlegan hallarekstur ríkssjóđs og ţar sem ekki á ađ lćkka skatta ţrátt fyrir efnahagsáföll, sem bitna af mestum ţunga á ţeim helmingi vinnumarkađarins, sem ţarf ađ standa sjálfur undir launagreiđslum međ ţví ađ afla tekna fyrst áđur en hćgt er ađ greiđa laun verđur greinilega ţröngt í búi. Ef ţađ verđur ţá nokkuđ bú eftir annađ en ţrotabú. 

Hjá ríkisvaldinu í núinu er ţví öfugt fariđ og hin nýja stefna ţýđir, ađ fyrst skuli eytt áđur en teknanna er aflađ. Stórfelldum halla á ríkissjóđi verđur ţá ekki mćtt nema leggja á aukna skatta á fólk og fyrirtćki nema sú auđvelda leiđ bráđabirgđaađgerđa verđi valin, ađ vísa ţessum vanda eyđslustefnu ríkissjóđs til framtíđarinnar. Til barna og barnabarna.

Stjórnmálastéttin hefur á fáum árum hlađiđ undir sig međ margvíslegum hćtti og fćrri og fćrri ţingmenn eru í raunverulegum tengslum viđ framleiđsluatvinnugreinarnar í landinu. Stjórnmálastéttin hefur á kjörtímabilinu bćtt kjör sín verulega og langt umfram flestar ađrar stéttir í landinu. Ţá hafa stjórnmálaflokkarnir veriđ á einu máli um ađ fjölga ađstođarmönnum bćđi ţingflokka og ráđherra auk ţess sem framlög til stjórnmálaflokka hafa veriđ margfjölduđ.

Ţađ er dapurlegt, ađ formađur ţess stjórnmálaflokks, sem hafđi ţađ einu sinni á stefnuskrá sinni ađ draga úr ríkisútgjöldum, bruđli og sóun í ríkisrekstrinum en hlúa ađ frjálsu framtaki skuli ekki sjá neina leiđ til ađ spara ogdraga saman  m.a. međ ţví ađ lćkka ofurlaun íslenska stjórnunarađalsins. Ţá er slćmt, ađ ekki skuli  vera til í orđabók ríkisstjórnarinnnar, ađ lćkka skatta til ađ stuđla ađ nýsköpun og fleiri störfum.

Ég sé ţví ekki betur, en Óli Björn Kárason undirritađur og vafalaust margt annađ Sjálfstćđisfólk séum orđin eins og nátttröll í flokki, sem var flokkur einstaklingshyggjunar. Hvađ sem ţví líđur, ţá er ég ekki tilbúinn til ađ víkja frá ţeirri stefnu í pólitík, sem mótast af ţví. "ađ hver sé sinnar gćfu smiđur"  og "sinna verka skuli hver njóta". Slíkt gerist ekki nema ríkisvaldiđ hafi sem minnst afskipti af borgurum ţessa lands.  


Bloggfćrslur 5. ágúst 2020

Höfundur

Jón Magnússon
Jón Magnússon

Síðuritari er Hæstaréttarlögmaður og fyrrverandi alþingismaður.

 

Eldri fćrslur

Sept. 2025
S M Ţ M F F L
  1 2 3 4 5 6
7 8 9 10 11 12 13
14 15 16 17 18 19 20
21 22 23 24 25 26 27
28 29 30        

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (15.9.): 207
  • Sl. sólarhring: 1125
  • Sl. viku: 2609
  • Frá upphafi: 2600983

Annađ

  • Innlit í dag: 180
  • Innlit sl. viku: 2438
  • Gestir í dag: 180
  • IP-tölur í dag: 174

Uppfćrt á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikiđ á Javascript til ađ hefja innskráningu.

Hafđu samband