Leita í fréttum mbl.is

Twitter og Fésbók taka sér dómsvald og virđa ekki tjáningarfrelsi.

Fjölmiđlarnir Twitter og Fésbók segjast taka hart á hatursorđrćđu og röngum fréttum. Ekki ţarf langa skođun til ađ sjá, ađ ţeir báđir eru samt fullir af röngum stađhćfingum og hatursáróđri. Eigiđ dómsvald ţessara fjölmiđla er varhugavert og getur veriđ atlaga ađ frjálsum skođanaskiptum. 

Sem dćmi skal vísađ til ţess ađ sama dag fyrir nokkru vísađi ég til fyrrum forustumanns í Ţýskalandi fyrir miđja síđustu öld og Guđmundur Ólafsson prófessor í vígorđ flokks hans. Ummćli okkar beggja voru neikvćđ í garđ ţeirrar stjórnmálahreyfingar en eftir sem áđur var lokađ á okkur í heilan dag á Fésbókinn. Ţessi sérkennilega ritskođun kom mér verulega á óvart.

Nú hafa Twitter og Fésbók fjarlćgt fćrslu forseta USA og segja hana falsfréttir. Forsetinn sagđi í orđrćđu á fréttastöđ, ađ ungt fólk vćri nánast ónćmt fyrir ađ smitast af C-19, en veriđ var ađ rćđa um hvort opna ćtti skóla aftur eđa ekki. Fesbók og Twitter telja ţetta hćttulegar og rangar upplýsingar og fjarlćgđu fćrsluna og lokuđu Trump twittinu ţangađ til umrćdd fćrsla hefđi veriđ fjarlćgđ. 

Ekki ţarf ađ leita lengi eftir ónákvćmum og villandi ummćlum Trump og margra annarra stjórnmálamanna á síđustu misserum og árum hvort sem ţau hafa birst á Twitter, fésbók eđa annarsstađar og hingađ til hafa ekki veriđ gerđar athugasemdir viđ ţau, en voru ţessi ummćli Trump röng?

Í bókstaflegri merkingu eru ţau ţađ. Börn eru ekki ónćm fyrir C-19, ţó smittíđni ţeirra séu helmingi lćgri en fullorđina skv. könnun sem Ross Clark dálkahöfundur í Daily Telegraph vísar til í dag (ONS 26.4-27.6.2020). 

Samt sem áđur virđist börnum og unglingum vera lítil hćtta búin af ţví ađ sýkast af C-19 eđa ţurfa ađ glíma viđ alvarlegar afleiđingar. Vafalaust var Trump ađ vísa til ţess, ţegar hann mćlti međ ţví ađ skólar í USA yrđu opnađir ađ nýju.

Ross Clark bendir líka á, ađ af 15.230 dauđsföllum í New York vegna C-19 fram til 13.maí s.l.,hafi ađeins 9 dauđsföll fólks undir 18 ára aldri veriđ rakin til C-19,af ţeim 9 hafi 6 veriđ međ undirliggjandi heilsufarsvandamál. Ross Clark segir í ţessu sambandi, ađ ţar sem umrćđan hefđi snúist um hvort börn og unglingar ćttu ađ fara aftur í skólann og Trump hefđi veriđ ađ tala um, ađ ţađ vćri engin ástćđa til annars, ţá hafi umfjöllun hans veriđ fjarri ţví ađ vera óskynsamleg eđa órökrétt ţó hún vćri vissulega ógćtileg.

En spurningin er af ţessum gefnu tilefnum. Er ţađ afsakanlegt, ađ fésbók og Twitter taki sér ritskođunarvald og úrskurđi sjálft hvađa skorđur tjáningarfrelsinu skuli settar og útiloki ađ geđţótta ţćr skođanir sem ţeim er ekki ađ skapi? Í ţví sambandi má velta ţví fyrir sér líka, hvađa hag ţessir fjölmiđlar telja sig hafa eđa rétt til ađ standa međ ţeim, sem magna stöđugt upp ástćđulausan ótta vegna C-19

 

 


Bloggfćrslur 7. ágúst 2020

Höfundur

Jón Magnússon
Jón Magnússon

Síðuritari er Hæstaréttarlögmaður og fyrrverandi alþingismaður.

 

Eldri fćrslur

Júlí 2025
S M Ţ M F F L
    1 2 3 4 5
6 7 8 9 10 11 12
13 14 15 16 17 18 19
20 21 22 23 24 25 26
27 28 29 30 31    

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (4.7.): 719
  • Sl. sólarhring: 894
  • Sl. viku: 3949
  • Frá upphafi: 2560317

Annađ

  • Innlit í dag: 668
  • Innlit sl. viku: 3716
  • Gestir í dag: 629
  • IP-tölur í dag: 602

Uppfćrt á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikiđ á Javascript til ađ hefja innskráningu.

Hafđu samband