Leita í fréttum mbl.is

Ráðherraval Sjálfstæðisflokksins.

Þá liggur fyrir hvernig ríkisstjórn Katrínar Jakobsdóttur er skipuð of fátt kemur á óvart varðandi ráðherraskipunina nema það að Guðrún Hafsteinsdóttir skuli ekki vera ráðherra eins og ég spáði að hún mundi verða. 

Vissulega kemur á óvart að Jón Gunnarsson skuli hafa verið valinn til að vera dómsmálaráðherra, þar sem hann er ekki lögfræðingur en hingað til hefur Sjálfstæðisflokkurinn ekki verið uppiskroppa með lögfræðinga til að skipa til hvaða verka sem er. Jón Gunnarsson er hinsvegar vel að ráðherradómi kominn. Hann stóð sig vel á sínum tíma á sínum stutta ráðherraferli og er hörkuduglegur maður og fylginn sér. 

Á sínum tíma skipaði John F. Kennedy,  Robert Kennedy bróður sinn í embætti dómsmálaráðherra Bandaríkjanna og svaraði gagnrýnendum með því að segja að það væri gott fyrir Robert að læra svolítið í lögfræði, en auk heldur treysti hann honum til allra góðra verka. Sama get ég sagt um nafna minn Gunnarsson

Guðrún Hafsteinsdóttir er líka vel að ráðherradómi komin, en það er sjálfsagt skynsamlegt af formanni flokksins að hafa þessa skipan, þannig að hún eigi þess kost sem nýgræðingur á þingi að kynna sér aðstæður og samskipti þings og framkvæmdavalds í það rúma ár sem líður áður en hún tekur við ráðherradómi. 

Það sem kom mest á óvart og eru vonbrigði, að Guðlaugur Þór Þórðarson, sem verið hefur utanríkisráðherra og áður heilbrigðisráðherra, skuli nú taka við umhverfismálum.  

 


Ný ríkisstjórn

Ný ríkisstjórn verður kynnt kl.13 í dag. Telja má víst, að flestir ráðherrarnir verði þeir sömu að undanskildum Kristjáni Þór Júlíussyni. Ekki er ólíklegt að Guðrún Hafsteinsdóttir verði ráðherra sennilega með þann beiska kaleik sem umhverfisráðuneytið getur verið vegna öfgaskoðana loftslagshlýnunar trúarbragðahópsins og andvirkjunarsinna.

Stjórnmálamenn verða að átta sig á því, að aldrei er hægt að gera öfgahópunum í umhverfismálum til geðs og mikilvægast er að miða við að daglegt líf verði þannig að horft sé til framþróunar og vaxtar í sátt við náttúruna til að geta skilað betra landi af okkur til komandi kynslóða, en við eigum ekki að þrengja svo að lífskjörum þjóðarinnar vegna tylliástæðna og hræðsluáróðurs, að líf fólks verði verra og kjörin lakari en þau hafa verið. Slík pólitík gengur hvort eð er aldrei upp til lengdar. 

En nú er að bíða og sjá hvað gerist kl.13 og fjalla þá betur um það sem þá liggur fyrir.  

 


Bloggfærslur 28. nóvember 2021

Höfundur

Jón Magnússon
Jón Magnússon

Síðuritari er Hæstaréttarlögmaður og fyrrverandi alþingismaður.

 

Eldri færslur

Maí 2024
S M Þ M F F L
      1 2 3 4
5 6 7 8 9 10 11
12 13 14 15 16 17 18
19 20 21 22 23 24 25
26 27 28 29 30 31  

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (5.5.): 822
  • Sl. sólarhring: 902
  • Sl. viku: 3232
  • Frá upphafi: 2299205

Annað

  • Innlit í dag: 785
  • Innlit sl. viku: 3029
  • Gestir í dag: 770
  • IP-tölur í dag: 751

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband