Leita í fréttum mbl.is

Kallað eftir höftum og frelsisskerðingu

Enn einu sinni hefur sóttvarnarlæknir skilað minnisblaði til ráðherra og enn einu sinni mun ríkisstjórnin ræða til hvaða frelsisskerðinga á að grípa til að takmarka fjölda Kóvíd smita. 

Við ákvarðanatöku verður ríkisstjórnin að ganga út frá þeirri staðreynd, að þessi veira er komin til að vera með okkur hvort sem okkur líkar betur eða verr, óháð því til hvaða aðgerða við grípum til nú til að takmarka útbreiðsluna tímabundið, skráningum, smitrakningu o.s.frv.

Af því að veiran mun vera með okkur mun fólk halda áfram að veikjast, en hlutfallslega færri og færri alvarlega og færri og færri munu þurfa að leggjast inn á spítala og færri og færri munu deyja, miðað við þróun Kóvíd þann stutta tíma sem þessi pest hefur verið með okkur. Miðað við þessar staðreyndir eru þá forsendur til að grípa til þess að skerða frelsi borgaranna?

Þá ber einnig að skoða hvort að þær valdheimildir sem sóttvarnarlög kveða á um heimila slíka skerðingu og á hvaða forsendum þá. Eigum við enn einu sinni að sæta grímuskyldu, fjarlægðamörkum og takmörkunum á því hvað margir mega koma saman? Er ekki best að biðla til almennings um að fara gætilega og huga að sóttvörnum. 

 

 

 

 


Bloggfærslur 5. nóvember 2021

Höfundur

Jón Magnússon
Jón Magnússon

Síðuritari er Hæstaréttarlögmaður og fyrrverandi alþingismaður.

 

Eldri færslur

Maí 2024
S M Þ M F F L
      1 2 3 4
5 6 7 8 9 10 11
12 13 14 15 16 17 18
19 20 21 22 23 24 25
26 27 28 29 30 31  

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (5.5.): 226
  • Sl. sólarhring: 369
  • Sl. viku: 2636
  • Frá upphafi: 2298609

Annað

  • Innlit í dag: 213
  • Innlit sl. viku: 2457
  • Gestir í dag: 212
  • IP-tölur í dag: 206

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband