Leita í fréttum mbl.is

Hin nýja sýn á vandanum.

Spakvitrasti stjórnmálamađur norđan Alpafjalla, Logi Einarsson formađur Samfylkingarinnar, fjallar stundum um mál međ ţeim hćtti ađ vísuhending um fjalliđ Einbúinn verđa nćsta hugleiknar eins og segir: Hann Einbúi gnćfir svo langt yfir lágt ađ lyngtćtlur stara á hann hissa.

Í fréttatíma RÚV í hádeginu fann hann 5 ára fjármálaáćtlun fjármálaráđherra allt til foráttu og segir ađ ekki sé ráđist ađ rót vandans sem sé atvinnuleysi. Logi bendir samt ekki á nein arđbćr atvinnuskapandi verkefni, en setti fram nýja kenningu sem er einkar athygliverđ.

Ţannig sagđi Logi formađur ađ ţegar talađ vćri um tekjubćtandi ađgerđ í fjármálaáćtluninni vćri veriđ ađ vísa til niđurskurđar og skattahćkkana. 

Nú fer mér eins og lyngtćtlunum í kvćđinu Einbúinn. Svo vís er ţessi kenning Loga, ađ hún verđur ekki sett í vitrćnt samhengi viđ allílfiđ eđa neinar hagfrćđikenningar fyrr eđa síđar hvorki borgaralegar né sósíalskar.

Hvađ er tekjubćtandi ađgerđ? Skv.orđskýringu er ţađ ađgerđ sem kemur í stađ skatta og eykur ţá vćntanlega ráđstöfunartekjur fólks. Okkur lyngtćtlunum er ţví fyrirmunađ ađ skilja ţá rökfrćđilegu útleggingu Loga formanns, ađ tekjubćtandi ađgerđ ţ.e. lćkkun skatta sé ávísun á niđurskurđ og skattahćkkanir. 

Umrćđa verđur um máliđ á Alţingi á morgun og vćntanlega mun Logi sem hefur hér haslađ sér völl međ nýja sýn á hagfrćđileg hugtök, orsök og afleiđingu gera okkur lyngtćtlunum vitsmunalega grein fyrir ţví hvernig ţetta getur fariđ saman međ ţeim hćtti sem hann heldur fram.


Ađgát skal höfđ

Í dag mun heilbrigđisráđherra, fulltrúi sóttvarnarlćknis í ríkisstjórninni, leggja fram minnisblađ á fundi ţeirrar ágćtu stjórnar, ţar sem kveđiđ verđur á um frekari takmarkanir á frelsi fólksins í landinu til athafna. 

Í fyrirsögn í höfuđblađi ţjóđarinnar segir ađ 26 veirusmit hafi greinst um helgina, sem er geigvćnleg fjölgun smita lesiđ í ţví samhengi. En ţegar nánar er skođađ, ţá eru smitin sem betur fer bara ţrjú innanlands utan sóttkvíar og ţessi ţrjú smit eru öll innan sömu fjölskyldu. 

Ţrjú smit innan sömu fjölskyldu eru allt annađ en 26 og kalla tćpast á hertar stjórnvaldsađgerđir, en eđlilegt er ađ brýna ţađ fyrir almenningi ađ fara varlega međan uppruni smitana og útsmit eru rakin. 

Ţrátt fyrir ađ heilbrigđisráđherra hafi gerst sek um stórfellt klúđur viđ ađ fá bóluefni gegn veirunni til landsins, ţá hefur samt tekist ađ bólusetja meginţorra viđkvćmustu hópa landsmanna. Međ ţá stađreynd í huga er eđlilegt ađ stjórnvöld ég tala nú ekki um Sjálfstćđisflokkinn, sem byggir á einstaklingsfrelsi og trúnni á getu einstaklingsins til ađ fást viđ hin flóknustu mál til hagsbóta fyrir land og lýđ vísi málinu til almennings í landinu og geri fólki međ öfga- og ýkjulausum hćtti grein fyrir ástandinu og hvađ beri sérstaklega ađ varast, en lífiđ gangi ađ öđru leyti sinn vanagang.

Ţjóđin hefur ítrekađ orđiđ vitni ađ ţví, ađ ţađ er auđveldara ađ svipta fólk frelsi en ađ veita ţví ţađ aftur jafnvel ţó ađ tilefni frelsissviptingarinnar sé löngu liđiđ hjá.   


Bloggfćrslur 23. mars 2021

Höfundur

Jón Magnússon
Jón Magnússon

Síðuritari er Hæstaréttarlögmaður og fyrrverandi alþingismaður.

 

Eldri fćrslur

Maí 2024
S M Ţ M F F L
      1 2 3 4
5 6 7 8 9 10 11
12 13 14 15 16 17 18
19 20 21 22 23 24 25
26 27 28 29 30 31  

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (6.5.): 469
  • Sl. sólarhring: 1256
  • Sl. viku: 4122
  • Frá upphafi: 2300217

Annađ

  • Innlit í dag: 441
  • Innlit sl. viku: 3863
  • Gestir í dag: 437
  • IP-tölur í dag: 422

Uppfćrt á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikiđ á Javascript til ađ hefja innskráningu.

Hafđu samband