Leita í fréttum mbl.is

Er þetta aprílgabb?

Fimmtudaginn 1. apríl 2021 koma Árni Árnason forstjóri og Bjarni Bjarnason tæknimaður heim úr 7 daga vinnuferð til Svíþjóðar. Þeir framvísa báðir neikvæðu PCR prófi, sem sýnir að þeir eru ekki smitaðir af Covid. Í framhaldi af því eru þeir skimaðir við heimkomu og að því loknu handteknir vegna gruns um að þeir séu Covid smitaðir og fluttir nauðugir í sóttvarnarhús skv. valdboði ríkisstjórnarinnar.

Álíka og að framvísa hreinu sakavottorði og vera í framhaldinu úrskurðaður í gæsluvarðhald.

Þeir fá ekki að fara heim til sín í sóttkví heima þó báðir búi vel og rýmilega. Báðir halda þeir, að hér sé um vel útfært aprílgabb að ræða. Hvað annað á vitiborið fólk að halda. En þetta er ekki aprílgabb heldur sóttvarnaryfirvöld komin yfir öll eðlileg mörk skynsamlegrar beitingar sóttvarnarreglna.

Enn er tími fyrir ríkisstjórnina að hverfa frá þessari lögleysu, sem er án nokkurs vafa brot á reglum um meðalhóf, auk þess, sem ákvæði sóttvarnarlaga heimila ekki slíka valdbeitingu miðað við þessar aðstæður.

Er ekki rétt að ríkisstjórnin afstýri þessu aprílgabbi áður en það raungerist?

 


Bloggfærslur 30. mars 2021

Höfundur

Jón Magnússon
Jón Magnússon

Síðuritari er Hæstaréttarlögmaður og fyrrverandi alþingismaður.

 

Eldri færslur

Maí 2024
S M Þ M F F L
      1 2 3 4
5 6 7 8 9 10 11
12 13 14 15 16 17 18
19 20 21 22 23 24 25
26 27 28 29 30 31  

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (6.5.): 631
  • Sl. sólarhring: 1174
  • Sl. viku: 4284
  • Frá upphafi: 2300379

Annað

  • Innlit í dag: 588
  • Innlit sl. viku: 4010
  • Gestir í dag: 576
  • IP-tölur í dag: 558

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband