Leita í fréttum mbl.is

Innflytjendur og Schengen

Mörgum þykir hin mesta goðgá, þegar fólk lýsir þeim skoðunum, að það þurfi að takmarka aðstreymi innflytjenda og hælisleitenda og endurskoða ákvæði Schengen samningsins, en segja sig frá því samstarfi ella. Þeir sem ræða slíkt eru tíðum kallaðir öfgamenn,rasistar, náttröll eða að þeir  en fylgist ekki með tímanum, þar sem við komumst ekki hjá, að taka á okkur alþjóðlegar skuldbindingar og þá oftast vísað í strákana sem ráða í Brussel gæðum og reglum í Evrópusambandinu. Manna eins og t.d. Michel Barnier, sem var samningamaður Evrópusambandsins vegna útgöngu Breta úr Evrópusamstarfinu og þótti halda fast á málum og vera lítt sveigjanlegur í þeim viðræðum.

Nú hefur sá hinn tilkomumikli franski stjórnmálamaður Michel Barnier,sá mikli mógúll Evrópusamstarfs og pólitískrar rétthugsunar viðrað þær skoðanir til heimabrúks í Frakklandi að nauðsynlegt sé að banna aðflutning innflytjenda utan Evrópu næstu 3-5 árin og breyta þurfi ýmsum ákvæðum Schengen samningsins.

Þessar skoðanir Barnier ganga mun lengra en flestir þeir sem fjallað hafa um málin hér á landi hafa leyft sér að orða. Barnier, sem mundi flokkast sem hægri miðjumaður í frönskum stjórnmálum ætti því að eiga pólitíska samleið með Þorgerði Katrínu Gunnarsdóttur og Áslaugu Örnu Sigurbjörnsdóttur og fróðlegt væri að vita hvaða skoðanir þær hafa á þessum sjónarmiðum Barniers.

 


Bloggfærslur 20. maí 2021

Höfundur

Jón Magnússon
Jón Magnússon

Síðuritari er Hæstaréttarlögmaður og fyrrverandi alþingismaður.

 

Eldri færslur

Júlí 2025
S M Þ M F F L
    1 2 3 4 5
6 7 8 9 10 11 12
13 14 15 16 17 18 19
20 21 22 23 24 25 26
27 28 29 30 31    

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (8.7.): 54
  • Sl. sólarhring: 164
  • Sl. viku: 3220
  • Frá upphafi: 2562018

Annað

  • Innlit í dag: 53
  • Innlit sl. viku: 2989
  • Gestir í dag: 52
  • IP-tölur í dag: 51

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband