Leita í fréttum mbl.is

Fáir njóta eldanna sem fyrstir kveikja þá

Þá liggur það fyrir, að Viðreisn hafnar stofnanda sínum og ekki í fyrsta skipti sem skepnan rís gegn skapara sínum, en það hefur raunar aldrei reynst farsælt.

Það sannast hér hið fornkveðna,

að fáir njóta eldanna, sem fyrstir kveikja þá og 

byltingin étur börnin sín.


mbl.is Benedikt boðið neðsta sæti á lista Viðreisnar
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Af hverju?

Í lok glæsilegs fundar Norðurskautsráðsins átti Sergei Lavrov utanríkisráðherra Rússlands viðtal við Katrínu Jakobsdóttur forsætisráðherra Íslands. Lavrov innti forsætisráðherra eftir því hvort ekki væri rétt, að þjóðirnar tækju upp eðlileg samskipti og Íslendingar hættu "refsiaðgerðum" gegn Rússum með því að leggja bann á ákveðin viðskipti. Forsætisráðherra svaraði hvatvíst að bragði að það kæmi ekki til greina.

Af hverju ekki?

Hvaða tilgangi þjóna þessar refsiaðgerðir? Hvaða markmiði eiga þær að ná? Svörin eru einföld. Þessar refsiaðgerðir þjóna engum tilgangi og þær eiga að ná því markmiði að Rússar skili Krímskaga til Úkraínu, sem allir vita að þeir munu aldrei gera. Er það þá vilji íslenskra stjórnvalda að troða endalaust illsakir við Rússa í algjöru tilgangsleysi og til milljarða tjóns fyrir framleiðendur vítt og breytt um landið. 

Í lok fyrri heimstyrjaldar lagði þáverandi Bandaríkjaforseti Woodrow Wilson fram skynsamlega tillögu  á Versalaráðstefnunni 1919, sem náði að hluta fram að ganga og leiddi m.a. til þess að fólk í Slesvík fékk að kjósa um það hvort það vildi tilheyra Þýskalandi eða Danmörku. Farið var eftir niðurstöðunni og landamæri Þýskalands og Danmerkur grundvölluð á vilja fólksins hvað þetta varðar. 

Á Krímskaga fór líka fram þjóðaratkvæðagreiðsla um  það hvort fólkið þar vildi vera í Rússlandi eða Úkraínu. Niðurstaðan var afgerandi fólkið á skaganum vildi tilheyra Rússlandi. Enginn hefur mótmælt niðurstöðu þessarar atkvæðagreiðslu Krímverja með haldbærum rökum. Af hverju unum við því ekki að sama gildi um Krímverja og íbúa Slésvíkur?

Við megum ekki gleyma því að samskipti okkar við Rússa hafa alltaf gengið vel m.a. á tímum kalda stríðsins og íslensk stjórnvöld áttuðu sig á hagsmunum Íslands á tímum kalda stríðsins og héldu góðum samskiptum við Sovétríkin, en það kom í veg fyrir að Bretar gætu farið sínu fram og kúgað Ísland til hlýðni í landhelgisdeilum þjóðanna.

Forsætisráðherra hefur ekki fært nein skynsamleg rök fyrir áframhaldandi viðskiptastríði við Rússa. En ef við erum svona heilög í utanríkispólitíkinni af hverju eigum við þá viðskipti við Kínverja og Tyrki.

Þess verður að krefjast að stjórnarstefna í viðskiptum við aðrar þjóðir stjórnist af skynsemi en ekki glórulausu rugli.


Bloggfærslur 21. maí 2021

Höfundur

Jón Magnússon
Jón Magnússon

Síðuritari er Hæstaréttarlögmaður og fyrrverandi alþingismaður.

 

Eldri færslur

Júlí 2025
S M Þ M F F L
    1 2 3 4 5
6 7 8 9 10 11 12
13 14 15 16 17 18 19
20 21 22 23 24 25 26
27 28 29 30 31    

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (8.7.): 55
  • Sl. sólarhring: 162
  • Sl. viku: 3221
  • Frá upphafi: 2562019

Annað

  • Innlit í dag: 54
  • Innlit sl. viku: 2990
  • Gestir í dag: 53
  • IP-tölur í dag: 52

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband