Leita í fréttum mbl.is

Seinfærasta barnið í bekknum.

Í fyrradag að okkar tíma sprungu þrjár bílsprengjur við stúlknaskóla í Kabúl höfðborg Afganistan. Sprengjunum var þannig fyrirkomið og tímastilltar, að þær gætu drepið sem flestar skólastúlkur. Fyrsta sprengjan sprakk við skólann og stúlkurnar og kennarar þustu út á götu en þá sprungu tvær til viðbótar allt gert til að drepa sem flestar. 

Enginn velkist í vafa um að öfgafullir Íslamistar, sem allt of mikið er af á þessum slóðum, bera ábyrgð á þessum morðum. En hvað getur eiginlega fengið fólk til að drepa unglingsstúlkur, sem ekkert hafa til saka unnið í og við skólann sinn? Það er tryllingsleg mannvonska, sem við skiljum ekki. Hver var glæpur þeirra? Jú að þær voru í skóla. Þær vildu afla sér menntunar.

Við skiljum heldur ekki, að víða í Íslamska heiminum eru konur undirokaðar og fjöldi Íslamista telur það synd gegn trúnni og spámanninum, að konur mennti sig. 

Íslam er í dag og hefur verið lengi, seinfærasta barnið í bekknum hvað varðar viðurkenningu staðreynda, mannréttindi og menningu. Þannig var það ekki alltaf, en þannig er það í dag. 

Enn og aftur lögðu Bandaríkjamenn út í hernað í fjarlægu landi nú í Afganistan og fórnuðu mannslífum og gríðarlegum fjármunum til að breyta siðum fjarlægrar þjóðar. Það tókst ekki.  

Vesturlandabúar verða, að horfast í augu við, að því fleiri, seinfærustu nemendur, sem koma til Vesturlanda og taka þar búsetu þeim mun meiri líkur eru á, að þau sjónarmið og hugmyndafræði sem þessir nemendur aðhyllast láti til sín taka á Vesturlöndum, með glæpum eins og "heiðursmorðum", hryðjuverkum, svo ekki sé talað um  kvennfyrirlitningu. 

Margir stjórnmálamenn á Vesturlöndum hafa sett dulur fyrir bæði augu og neitað að horfast í augu við þær staðreyndir. Samt sem áður hefur bráð af mörgum í seinni tíð t.d. Macron, Frakklandsforseta og dönskum Sósíaldemókrötum, sem láta alla vega svo, sem þeir vilji bregðast við af skynsemi.

Á sama tíma erum við, öndvert við aðrar Evrópuþjóðir, að búa til farveg til að fá sem flesta af þessum seinfærustu nemendum til okkar.

Mér er óskiljanlegt, að að dómsmálaráðherra og formaður Sjálfstæðisflokksins skuli hafa gerst sérstakir talsmenn þessarar glópsku og dómsmálaráðherra skuli í ræðu og riti berjast fyrir því, að sem allra fyrst skuli skipt um þjóð í landinu. 


Bloggfærslur 9. maí 2021

Höfundur

Jón Magnússon
Jón Magnússon

Síðuritari er Hæstaréttarlögmaður og fyrrverandi alþingismaður.

 

Eldri færslur

Júlí 2025
S M Þ M F F L
    1 2 3 4 5
6 7 8 9 10 11 12
13 14 15 16 17 18 19
20 21 22 23 24 25 26
27 28 29 30 31    

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (8.7.): 54
  • Sl. sólarhring: 161
  • Sl. viku: 3220
  • Frá upphafi: 2562018

Annað

  • Innlit í dag: 53
  • Innlit sl. viku: 2989
  • Gestir í dag: 52
  • IP-tölur í dag: 51

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband