Leita í fréttum mbl.is

"America is back"

Slagorð Joe Biden Bandaríkjaforseta fyrir NATO ráðstefnuna í síðustu viku var "America is back" Þetta slagorð, sem ráðgjafar hans bjuggu til áður en haldið var á leiðtogafund G7 ríkjanna og NATO átti að sýna a.m.k. vestrænum bandalagsþjóðum Bandaríkjanna, að nú væri annað uppi á teningnum en á tímum Trump.

Að loknum fundunum,liggur því miður fyrir, að Bandaríkjaforseti sýndi af sér afgerandi veikleika, sem fréttamiðlar heimsins gæta vel að greina sem minnst og helst ekkert frá. Öðru vísi fólki áður brá, þá er Trump reið um þessi héruð.

Það var aldrei hægt að saka Trump um að sýna af sér veikleika. Hann herti refsiaðgerðir gegn hryðjuverkastjórninni í Íran og var óragur við að beita hervaldi til að rústa ríki Ísis í Sýrlandi og Írak svo dæmi séu nefnd. 

Óneitanlega var dapurlegt að sjá Bandaríkjaforseta ítrekað rugla saman Sýrlandi og Líbanon og hafa engan boðskap að flytja á leiðtogafundi G-7 ríkjanna t.d. varðandi stefnu uppbyggingar og framsækni eftir Covid hörmungarnar. Ekkert hafði hann heldur fram að færa varðandi ögranir og áskoranir Kínverja og sýndi með því afgerandi skort á forustuhæfileikum auk þess, sem það liggur fyrir að utanríkismálastefna Bandaríkjanna er í besta falli óljós en í versta falli afturhvarf til Obama-Hillary Clinton undanlátsstefnunnar.

Kína og Rússland geta verið öruggari með sjálf sig og Kínverjar sér í lagi með útþennslustefnu sína þegar nú því miður liggur fyrir öryggisleysi og vanhæfni Bandaríkjaforseta á vettvangi alþjóðastjórnmála.

En það er slæmt fyrir hinn lýðfrjálsa heim. Hinn svokallaði lýðfrjálsi heimur ætti líka að huga að því með hvaða hætti helstu fréttamiðlar heims eru reknir þ.e. hvernig fréttamiðlar brugðust við hverju ónytjuorði Donald Trump og með hvaða hætti þessir sömu fjölmiðlar skauta nú algerlega framhjá því að tala um veikleika og vanhæfni Joe Biden. 


Bloggfærslur 19. júní 2021

Höfundur

Jón Magnússon
Jón Magnússon

Síðuritari er Hæstaréttarlögmaður og fyrrverandi alþingismaður.

 

Eldri færslur

Júlí 2025
S M Þ M F F L
    1 2 3 4 5
6 7 8 9 10 11 12
13 14 15 16 17 18 19
20 21 22 23 24 25 26
27 28 29 30 31    

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (8.7.): 54
  • Sl. sólarhring: 163
  • Sl. viku: 3220
  • Frá upphafi: 2562018

Annað

  • Innlit í dag: 53
  • Innlit sl. viku: 2989
  • Gestir í dag: 52
  • IP-tölur í dag: 51

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband