Leita í fréttum mbl.is

"Héðan í frá skaltu menn veiða"

Í Lúkasarguðspjalli segir frá því, að Pétur postuli hafi orðið felmtri sleginn þegar hann sá mátt meistara síns, þá er Pétur stundaði fiskveiðar og fallið til fóta Jesú og sagt:

"Far þú frá mér herra, því að ég er syndugur maður. Jesús svaraði og sagði "Óttast þú ekki, héðan í frá skalt þú menn veiða" Í framhaldi af því lögðu fyrstu lærisveinar Jesú, þeir Pétur Símonarson og bræðurnir Jakob og Jóhannes Sebedeussyni bátunum að landi og yfirgáfu allt og fylgdu honum.(Lúk.5.8-11)

Í rúm tvö þúsund ár hefur kirkjan og kirkjulegir þjónar litið á hlutverk sitt með þeim hætti, að þeir ættu að fara eins að og fyrstu lærisveinar Jesú og menn veiða, til að leiða fólk um rétta vegu sakir nafns Jesú og kenninga til að það mætti næðis og vellíðunar njóta í stað þess að þola eilífa útskúfun og eymd. 

Nú bregður svo við að íslenska þjóðkirkjan vill víkja frá fordæmi þeirra Sebedeussona og Péturs postula og fara inn á fyrri slóðir fiskveiða í stað sálnaveiða og taka fram báta sína og veiðiáhöld. Kirkjuráð hefur því mótmælt netaveiðibanni, Fiskistofu, í Faxaflóa, sem er sett til verndar laxa- og bleikjustofninum.

Sjálfsagt er þessi stefnubreyting þjóðkirkjunnar í anda nýju boðunar þjóðkirkjunnar um hinn dansandi trans Jesús.

 

 

 


Bloggfærslur 26. júní 2021

Höfundur

Jón Magnússon
Jón Magnússon

Síðuritari er Hæstaréttarlögmaður og fyrrverandi alþingismaður.

 

Eldri færslur

Júlí 2025
S M Þ M F F L
    1 2 3 4 5
6 7 8 9 10 11 12
13 14 15 16 17 18 19
20 21 22 23 24 25 26
27 28 29 30 31    

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (8.7.): 54
  • Sl. sólarhring: 165
  • Sl. viku: 3220
  • Frá upphafi: 2562018

Annað

  • Innlit í dag: 53
  • Innlit sl. viku: 2989
  • Gestir í dag: 52
  • IP-tölur í dag: 51

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband