Leita í fréttum mbl.is

Er íslenskan ekki nothæf?

Hafi fólk haft áhyggjur af vexti og viðgangi íslenskrar tungu, þá má ætla að fólki hafi brugðið í brún við að lesa þær fréttir, að ferðaiðnaðurinn hér á landi, teldi sér hentast, að nota ensku.  

Þegar ég heimsótti fjölsóttann ferðamannastað fyrir Covíd, þar sem brýn þörf var á að gera góða grein fyrir hlutunum, þá var það óttalega kauðskt, að 60 manna íslenskum ferðahópi skyldi bara boðið upp á að fá útskýringar á ensku.  Óneitanlega skortir á eðlilegan þjóðlegan metnað þegar skipulagið er þannig. 

En þetta er ekki það eina. Við lestur dagblaða og annarra opinberra miðla kemur í ljós, að fjöldi fólks kann ekki skil á einföldustu reglum íslenskrar setningaskipunar og stafsetningu, jafnvel þó um fjölmenntað fólk sé að ræða.

Þannig mátti sjá í dag í einu og sama blaðinu eftirfarandi texa í auglýsingum þar sem um er að ræða sérhæfða starfsemi: 

Ný flýsalögn og Hluturinn er þvoður.

Ef til vill ekki stórvægilegara villur, en leiðir hugann að því hvort við höfum ekki slakað óhæfilega mikið á íslenskunámi og leggjum ekki neina rækt við að fólk geti tjáð sig á íslensku máli með íslenskri setningaskipun en ekki enskri.

Því miður er ekki um neina Pisa greiningu á kennslu í íslensku hér á landi og ekki nokkur samanburður af neinu tagi enda verður honum ekki við komið. Hræddur er ég um að væri hann til staðar þá riði íslenska skólakerfið ekki feitum hesti frá slíkum samanburði frekar en öðrum. 

Raunar sýnir það metnaðarleysi menntamálayfirvalda, að bregðast ekki við þegar ítrekað er skrifað á vegginn ár eftir ár, að fræðsla í íslenska skólakerfinu sé ekki fullnægjandi. 

Ekki er við góðu að búast þegar sjálfur menntamálaráðherra áttar sig ekki á hvað um er verið að tala eins og kom í ljós, í sérstakri umræðu um skóla án aðgreiningar á Alþingi nokkru fyrir þinglok í vor. 


Hver má koma út að leika?

Lítið er til sparað, til að knýja fólk úr öllum aldurshópum til að láta sprauta sig gegn Covíd. Einkum beinist áróðurinn nú að ungu fólki og börnum jafnvel þó spurning sé, hvort þeir aldurshópar séu jafnvel í minni hættu af því að fá Cóvíd heldur en að fá sprautuna.

Í síðustu viku birti bjórfyrirtækið Heineken mynd af fólki á bar. Allt var það í eldra lagi miðað við hefðbundnar Barflugur og auglýsingin var á þessa leið: "Þau eru bólusett. Er ekki kominn tími til fyrir þig, að geta hagað sér eins og þau."

Um svipað leiti birtist auglýsing þar sem barnastjörnurnar, teiknimyndafígúrurnar "Stubbarnir" voru í aðalhluthverkig og þar sagði: "Hver getur komið út að leika." vísað til að það væru bara bólusettir.

Þessar auglýsingar og fleiri dynja á ungu fólki og fólk undir tvítugu allt niður í börn og það hvatt til að láta bólusetja sig og reynt að koma því inn hjá þeim, að það jafnbrýni svikum við samfélagið að gera það ekki auk þess sem slíkir "Þjóðníðingar" verði utangátta í samfélaginu innilokaðir í leiðindum og megi hvorki koma út að leika né fara á barinn.

Á sama tíma tilkynna stjórnvöld í Ísrael að þau hafi hafið 3 bólusetningu með Pfizer bóluefninu á hópum, sem þeir telja viðkvæma. Tveir skammtar duga greinilega ekki að mati þessara stjórnvalda - en dugar þá þriðji skammturinn? 

Vonandi eignast heimurinn fljótlega leiðtoga, sem eru tilbúnir til að vega og meta málin heilstætt og bregðast við af skynsemi í stað þess að dansa eftir flautleik lyfjafyrirtækjanna, eins og börnin gerðu í bænum Hamelin í Þýskalandi eftir flautuleik rottufangarans með hörmulegum afleiðingum. 

 


Bloggfærslur 12. júlí 2021

Höfundur

Jón Magnússon
Jón Magnússon

Síðuritari er Hæstaréttarlögmaður og fyrrverandi alþingismaður.

 

Eldri færslur

Júlí 2025
S M Þ M F F L
    1 2 3 4 5
6 7 8 9 10 11 12
13 14 15 16 17 18 19
20 21 22 23 24 25 26
27 28 29 30 31    

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (8.7.): 9
  • Sl. sólarhring: 312
  • Sl. viku: 3175
  • Frá upphafi: 2561973

Annað

  • Innlit í dag: 9
  • Innlit sl. viku: 2945
  • Gestir í dag: 9
  • IP-tölur í dag: 9

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband