Leita í fréttum mbl.is

Ţú mátt ţađ fyrir mér

Á dögum vöruskömmtunar eftir stríđ voru embćttismenn, sem gátu bannađ innflutning á ákveđnum vörum og ákveđa hverjir fengu uppáskrifađ ađ ţeir mćttu kaupa slíkar vörur m.a. nauđsynjar  ţess tíma eins og kol. Eftir ađ reglurnar voru afnumdar áttu sumir ţessara embćttismanna erfitt međ ađ sjá á eftir valdi sínu og létu í veđri vaka ađ ţeir réđu og full ţörf vćri á ţví fyrir velferđ ţjóđarinnar. 

Einn slíkur valdsmađur skrifađi neđangreinda yfirlýsingu eftir ađ meint ţjóđhagsleg ţörf fyrir skömmtunarstörf hans var liđin en hann lýsti yfir eftirfarandi:

"Jón Jónsson smiđur Holtsgötu 33 Reykjavík, má kaupa 3 kolapoka fyrir mér."

Sóttvarnarlćknir, hefur undanfarna daga velt ţví fyrir sér hvađ hann gćti gripiđ til bragđs, til ađ sýna valdsmannslegan myndugleika vegna Cóvíd smita ađ undanförnu. 

Loksins tók sóttvarnarfjalliđ jóđsótt og varđ ţá ađ hans mati helst til varnar vorum sóma, ađ ferđamenn innlendir sem erlendir, bólusettir sem óbólusettir yrđu ađ fara í sýnatöku innan viđ 72 stundum áđur en ţeir kćmu til landsins. 

Ţetta ráđslag er nćsta sérkennileg ţegar ítrekađ hefur komiđ í ljós, ađ ferđamenn, sem hafa skilađ slíku vottorđi viđ hingađkomu greinast síđar smitađir eftir nokkra dvöl í landinu, án ţess ađ hafa smitast hér.

Ţessar ráđstafanir eru verulega kauđskar skođađ í ţví ljósi, ađ helsta smitleiđin er ekki tengd landamćrunum. En heilbrigđisráđherra og sóttvarnarlćknir starfa eftir einkunarorđunum.

"Til hvers ađ hafa vald ef mađur notar ţađ ekki."  

Í tilefni dagsins fannst heilbrigđisráđherra rétt ađ fordćma ábyrgđarleysi samstarfsflokks síns Sjálfstćđisflokksins og taka sér til fyrirmyndar faríseann sem stillti sér upp til bćna viđ hliđ tollheimtumannsins í musterinu forđum, sbr. dćmisögu Jesú, til ađ gera Guđi sínum grein fyrir hve miklu betri hann vćri en tollheimtumađurinn sem sýndi ţó fulla einlćgni og iđrun ólíkt faríseanum. 

 

 

 


Bloggfćrslur 20. júlí 2021

Höfundur

Jón Magnússon
Jón Magnússon

Síðuritari er Hæstaréttarlögmaður og fyrrverandi alþingismaður.

 

Eldri fćrslur

Júlí 2025
S M Ţ M F F L
    1 2 3 4 5
6 7 8 9 10 11 12
13 14 15 16 17 18 19
20 21 22 23 24 25 26
27 28 29 30 31    

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (8.7.): 8
  • Sl. sólarhring: 320
  • Sl. viku: 3174
  • Frá upphafi: 2561972

Annađ

  • Innlit í dag: 8
  • Innlit sl. viku: 2944
  • Gestir í dag: 8
  • IP-tölur í dag: 8

Uppfćrt á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikiđ á Javascript til ađ hefja innskráningu.

Hafđu samband