Leita í fréttum mbl.is

Farsóttin er búin. Fólkið sigraði.

Yfirskrift leiðara blaðsins Reykjavík Grapevine júlíútgáfu er, að Farsóttin(Kóvíd) sé búin og fólkið hafi sigrað. Ritstjórinn er ekki sá fyrsti sem hefur sett fram slíkar fullyrðingar. 

Fyrir rúmu ári síðan var lýst yfir sigri á Kóvídinu og þríeykið fékk fálkaorðuna fyrir sigursæla framgöngu. 

Nú ári síðar kemur ríkisstjórnin enn einu sinni saman til neyðarfundar til að ræða "minnisblað" sóttvarnarlæknis (sérkennilegt að kalla tillögur minnisblöð). Tillögurnar lúta að fjöldatakmörkunum og bönnum. 

Enn einu sinni verðum við þá stödd í raunveruleikaheimi óraunveruleikans. 

Undantekningarlaust hafa þær aðgerðir sem gripið hefur verið til meðan Kóvídið hefur herjað staðið mun lengur en efni standa til. Nú þegar flest bendir til þess, að Kóvíd smit séu ekki eins alvarleg heilsu fólks eins og áður, þá er full ástæða til þess, að ríkisstjórnin takmarki frelsistakamarkanir í tíma. 

Fari svo að gripið verði til samkomutakmarkana og annarra frelsisskerðinga ætti ríkisstjórnin að miða við að þær aðgerðir standi ekki lengur en í mesta lagi hálfan mánuð og falli þá sjálfkrafa niður, ef þær eru ekki framlengdar. 

Mörgum hættir til að hnýta í þá sem þeir telja sökudólga og ritstjóri Grapevine gerir það í leiðara sínum  og segir "populist figures" í heiminum hafi tapað baráttunni, en það hafi kostað fjölda manns lífið. Manni verður þá helst fyrir að hugsa til Stefan Löwen forsætisráðherra Svíþjóðar í þessu sambandi,sem er ómaklegt og rangt, en vafalaust á ritstjórinn við einhverja aðra þó hann tali ekki hreint úr pokanum. 

Í sumum stríðum eru engir sigurvegarar. Hætt er við að það eigi við Kóvídið. Samt sem áður eiga ýmsir hrós skilið og hlutirnir hefðu farið á verri veg án þeirra. 

En er ekki best að spyrja að leikslokum?


mbl.is Ríkisstjórnin fundar um tillögur Þórólfs
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Bloggfærslur 23. júlí 2021

Höfundur

Jón Magnússon
Jón Magnússon

Síðuritari er Hæstaréttarlögmaður og fyrrverandi alþingismaður.

 

Eldri færslur

Júlí 2025
S M Þ M F F L
    1 2 3 4 5
6 7 8 9 10 11 12
13 14 15 16 17 18 19
20 21 22 23 24 25 26
27 28 29 30 31    

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (8.7.): 8
  • Sl. sólarhring: 311
  • Sl. viku: 3174
  • Frá upphafi: 2561972

Annað

  • Innlit í dag: 8
  • Innlit sl. viku: 2944
  • Gestir í dag: 8
  • IP-tölur í dag: 8

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband