Leita í fréttum mbl.is

Einkaframtakið og pólitíkin

Í aðdraganda kosninga fjölgar skoðanakönnunum, sem kanna fylgi stjórnmálaflokka almennt og fylgi þeirra meðal einstakra starfsstétta.

Í Fréttablaðinu var gerð grein fyrir einni þar sem sagt var að fylgi fólks í einkageiranum við Sjálfstæðisflokkinn væri 29%. Það er umfram almennt fylgi flokksins, en er slæm niðurstaða fyrir flokk, sem telur sig málssvara einstaklingsframtaksins og er nánast einn um þær áherslur í íslenskri pólitík, að  71% einyrkja og annarra í einkaframtakinu, skuli ætla að kjósa annan flokk. 

Svarhlutfall í könnuninni var um 52% svipað og í öðrum könnunum um þessar mundir, þannig að þær gefa einungis vísbendingar en eru ekki að fullu marktækar.

Samt er það áhyggjuefni fyrir flokk sem var stofnaður til og hefur alla tíð talið sig sérstakan málsvara einkaframtaksins að hafa ekki meira fylgi í þeim hópi. 

Sú vísbending sem þessi skoðanakönnun gefur ætti að leiða til þess, að forusta flokksins gaumgæfi hvað veldur því að fylgi flokksins er ekki meira meðal þeirra sem fá ekki launin sín greidd án nokkurra vandkvæða um hver mánaðarmót, en þurfa sjálf að afla allra sinna tekna vegna þess að það er engin sem gerir það fyrir þau og velferðin nær ekki til þeirra. Bjáti eitthvað á hjá þeim hópi, þá eru þau mun verr sett en almennt launafólk.

Af sanngirnisástæðum ætti flokkur hins frjálsa framtaks líka að gæta að því, hvort að velferðarstefna undanfarinna ára og Kóvíd fjárausturinn s.l. eitt og hálft ár til sumra, hafi leitt til þess, að margir sjálfstæðir atvinnurekendur telji sig bera áberandi skarðan hlut frá borði og þurfi að sæta öryggisleysi á ýmsum sviðum sem aðrir borgarar þjóðfélagsgins gera ekki. 


Bloggfærslur 29. júlí 2021

Höfundur

Jón Magnússon
Jón Magnússon

Síðuritari er Hæstaréttarlögmaður og fyrrverandi alþingismaður.

 

Eldri færslur

Júlí 2025
S M Þ M F F L
    1 2 3 4 5
6 7 8 9 10 11 12
13 14 15 16 17 18 19
20 21 22 23 24 25 26
27 28 29 30 31    

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (8.7.): 9
  • Sl. sólarhring: 309
  • Sl. viku: 3175
  • Frá upphafi: 2561973

Annað

  • Innlit í dag: 9
  • Innlit sl. viku: 2945
  • Gestir í dag: 9
  • IP-tölur í dag: 9

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband