Leita í fréttum mbl.is

Ţegar betur er ađ gáđ.

Nýráđinn ritstjóri Fréttablađsins Sigmundur áđur ţingmađur Samfylkingarinnar ritar leiđara í blađ sitt í dag og fjallar um fullveldi ţjóđa. Ritstjórinn telur ađ fordjarfi Íslendingar ekki fullveldi sínu verđi ţeir einskonar Kúba. Raunar ţekkt samlíking ţ.e. Kúba norđursins. 

Eitthvađ virđist hugtakafrćđin vefjast fyrir ritstjóranum, en helst má skilja skrif hans um aflát fullveldis međ ţeim hćtti, ađ alţjóđasamningar og samstarf svo og frjáls viđskipti leiđi óhjákvćmilega til afsals fullveldis. En ţađ er fjarri lagi.

Síđan tiltekur ritstjórinn ţćr ţjóđir, sem hann telur ađ hafi mest fullveldi ţjóđa í heiminum. Ţćr eru ađ hans mati, Kúba, Venesúela og Norđur-Kórea. Ţessi tilvísun er klaufaleg í besta falli. Ţađ eina sem ţjóđirnar eiga sameiginlegt, hefur ekkert međ fullveldi ađ gera. Sósíalískar kommúnistastjórnir fara ţar međ völdin og ţví pólitískt tengdar hugmyndafrćđi ritstjórans um Internationalinn sem muni tengja strönd viđ strönd og ţjóđríki leggist af. 

Ritstjóranum datt ekki í hug ađ nefna Sviss, en ţar er hvađ besta dćmiđ um ţjóđ, sem heldur fullveldi sínu inni í miđri Evrópu og neitar ađ láta Evrópusambandiđ kúga sig til afsals fullveldis síns. Ritstjórinn ćtti í ţví sambandi ađ huga ađ ţví sem gerđist nýlega ţegar Sviss hafnađi ţví ađ verđa EES ţjóđ vegna ţess, ađ ţeim hugnađist ekki fullveldisafsaliđ, sem ţađ hafđi í för međ sér. Samt býđur Sviss borgurum sínum upp á ein bestu lífskjör í heimi og eru međ sjálfstćđan gjaldmiđil.

Fullveldi er annađ og meira en verslun og viđskipti. Hvorki Ţjóđverjar né Frakkar afsöluđu sér fullveldi ţegar ţeir komu á Kola-og Stálsambandinu og ţađ sem ţróađist upp úr ţví viđskiptasamband Evrópuríkja leiddi ekki til ţess fyrr en steininn tók ađ töluverđu leiti úr međ Maastricht samningnum og síđar Lissabon sáttmálanum. Ţá breyttist Evrópusambandiđ í annađ og miklu miklu meira en viđskiptasamband ađilarríkjanna međ tilheyrandi hlutbundnu fullveldisafsali til Brussel og Strassborgar.

Íslendingar hafa alltaf veriđ opnir og jákvćđir fyrir samstarfi og viđskiptum viđ ađrar ţjóđir. Sem betur fer hefur meirihluti ţjóđarinnar veriđ sammála um ađ slík samskipti verđi á grundvelli sjálfsákvörđunarréttar og fullveldisréttar Íslands. Ţađ er fyrst á síđustu tuttugu árum, sem ákveđnir stjórnmálaflokkar og stjórnmálamenn hafa haldiđ ţví fram, ađ fullveldiđ skipti engu máli, ţegar valkosturinn sé framsal hluta sjálfstćđis- og fullveldisréttar ţjóđarinnar til yfirţjóđlegs valds gegn ţeirri dásemd ađ öđlast Evru sem gjaldmiđil. 

Ţví miđur er svo komiđ fyrir okkur, ađ ţađ eru valdamikil öfl í ţjóđfélaginu sem krefjist ţess ađ viđ afsölum okkur ţví fullveldi sem viđ höfum gegn ímynduđum hagsmunum. Ţvert á móti ćtti umrćđan ađ snúast um nauđsyn ţess ađ endurskođa EES samninginn miđađ viđ ţá ţróun sem orđiđ hefur til ađ tryggja fullveldi ţjóđarinnar enn betur en nú er og ađ ţví leyti ćttum viđ ađ horfa til Sviss sem hefur gott samband viđ allar ţjóđir sem vilja hafa samband og samstarf viđ Sviss á sama tíma og ţeir neita ađ hlusta á erkibiskups bođskap hvort heldur hann er í Niđarósi eđa Brussel.

Ekki vćri úr vegi ađ ritstjóri Fréttablađsins sem og ađrir skođanabrćđur hans mundu hyggja ađ ţví sem frelsishetja Íslands Jón Sigurđsson forseti sagđi í ritgerđ sinni 1841 um Alţingi á Íslandi.

"Veraldarsagan ber ljóst vitni ţess, ađ hverri ţjóđ hefur ţá vegnađ best, ţegar hún hefur sjálf hugsađ um stjórn sína og sem flestir kraftar hafa veriđ á hrćringu."

Ţessu ćttu íslenskir stjórnmálamenn og ritstjórar aldrei ađ gleyma.

 


Bloggfćrslur 28. ágúst 2021

Höfundur

Jón Magnússon
Jón Magnússon

Síðuritari er Hæstaréttarlögmaður og fyrrverandi alþingismaður.

 

Eldri fćrslur

Júlí 2025
S M Ţ M F F L
    1 2 3 4 5
6 7 8 9 10 11 12
13 14 15 16 17 18 19
20 21 22 23 24 25 26
27 28 29 30 31    

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (7.7.): 335
  • Sl. sólarhring: 390
  • Sl. viku: 3560
  • Frá upphafi: 2561949

Annađ

  • Innlit í dag: 298
  • Innlit sl. viku: 3309
  • Gestir í dag: 276
  • IP-tölur í dag: 271

Uppfćrt á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikiđ á Javascript til ađ hefja innskráningu.

Hafđu samband