Leita í fréttum mbl.is

Straumrof

Ég las grein í þýsku dagblaði í gær um stöðu orkumála í Þýskalandi.  Þar hefur stjórnmálastéttin verið með hjarðhegðun pólitísku veðurfræðinnar og barist fyrir hröðun svokallaðra "orkuskipta" sem er tískuorð stjórnmála í dag, með þeim  afleiðingum að fjórða stærsta viðskiptaveldi heims, Þýskalandi býr nú við alvarlegan orkuskort og er auk þess komið upp á náð og miskun Pútín í orkumálum.

Vítt og breitt í Evrópu Evrópusambandsins með alla sína orkupakka horfir fólk fram á gríðarlegar hækkanir á raforku, orkuskort og tíðari straumrof vegna þess, að stjórnmálastéttin hefur neitað að horfast í augu við raunveruleikann í orkumálum og stundað bullpólitík meintrar hamfarahlýnunar eins og furðumaðurinn Boris Johnson gerði fyrir loftslagsráðstefnuna í Glasgow í haust.

Velferð og atvinna í löndum eins Íslandi og Þýskalandi byggjast á því m.a. að til sé næg ódýr orka til að atvinnulífið geti gengið og hægt sé að ráðast í gróskumikla nýsköpun. Skólar, sjúkrahús, tölvufyrirtæki ekkert síður en fiskvinnslufyrirtæki og stóriðja byggja tilveru sína og framfarasókn á því að það sé til næg orka.

Vera Vinstri grænna í ríkisstjórn á Íslandi hefur leitt til þess, að í fyrsta skipti svo árum skiptir er ekki til næg orka í landinu og grípa verður til skömmtunar. Samstarfsflokkarnir geta ekki heldur firrt sig  ábyrgð. Þessvegna hefði verið betra að gefa Vinstri grænum frí þetta kjörtímabil til að hægt væri að sinna mikilvægustu málum eins  og orkumálum af viti.

Það er mikilvægt að stjórnmálafólk hugi að velferð eigin borgara og láti gæluverkefni grænna lausna og orkuskipti bíða þess tíma,að þau geti verið raunhæfur valkostur til að tryggja atvinnu og velferð. Meðan þessi valkostur er ekki fyrir hendi, þá bjóða stjórnvöld upp á versnandni lífskjör og atvinnuleysi með stefnu sinni.

Slíka ríkisstjórn orkuskortsins er ekki hægt að styðja. Sjálfstæðismenn á þingi og í ríkisstjórn þurfa að taka þessi mál föstum tökum með eða án Vinstri grænna. Það er ekki hægt að bíða lengur.


Bloggfærslur 12. janúar 2022

Höfundur

Jón Magnússon
Jón Magnússon

Síðuritari er Hæstaréttarlögmaður og fyrrverandi alþingismaður.

 

Eldri færslur

Okt. 2022
S M Þ M F F L
            1
2 3 4 5 6 7 8
9 10 11 12 13 14 15
16 17 18 19 20 21 22
23 24 25 26 27 28 29
30 31          

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (5.10.): 561
  • Sl. sólarhring: 878
  • Sl. viku: 2560
  • Frá upphafi: 1957784

Annað

  • Innlit í dag: 493
  • Innlit sl. viku: 2248
  • Gestir í dag: 466
  • IP-tölur í dag: 445

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband