Leita í fréttum mbl.is

Tími til að komast út úr döprum örlögum

Í bandarískri kvikmynd(The Groundhog day) segir frá manni, sem festist í sama deginum og endurlifir hann aftur og aftur.  Sjónvarpsmaðurinn reyndi allt til að komast út  úr þessum döpru örlögum að alltaf væri sami Dagurinn. Sömu döpru örlogin endurlifa Reykjavíkingar. Dagur B. Eggertsson, stjórnar Reykjavíkurborg jafnvel þó að kjósendur hafni honum ítrekað.  

Dagur varð fyrst borgarstjóri árið 2007. Síðan kom Jón Gnarr árið 2010, en Dagur var samt raunverulegur stjórnandi.

Jón Gnarr er flottur leikari. Meðan hann var borgarstjóri kom það vel í ljós. Á degi blindra fór hann um með hvíta stafinn blindastur allra, á degi fatlaðra fór Jón um á hjólastól fjölfatlaðastur allra og á hinsegin dögum var Jón Gnarr dragdrottning par exellance. Á meðan stjórnaði. Dagur B. á meðan dragdrottningin sveiflaði síðpilsinu í göngu hinsegin fólks. 

Frá 2014 hefur Dagur verið borgarstjóri og það hefur hallað undan fæti hjá borginni. Skuldasöfnun, spilling, umferðaröngþveiti og skortur á að hreinsun gatna og viðhald sé með þeim hætti sem nauðsynlegt er. 

Er fólk búið að gleyma Bragganum fræga í Nauthólsvíkinni og dönsku stráunum. Allt einstök spilling sem gerði það að verkum, að Dagur tilkynnti sig veikan og lét aðra um að svara fyrir óhroðann. Þó það dæmi væri svæsið þá var það aðeins eitt af mörgum, þar sem aðhalds og sparnaðar er ekki gætt enda verður fjárhagur Reykjavíkurborgar stöðugt verri undir stjórn Dags. 

Það er að vissu leyti snilld að geta stöðugt fengið nýja flokka sem hækjur til að styðjast við og geta verið áfram borgarstjóri. Dagur B. hefur verið snillingur í því, þvert á vilja borgarbúa.

Í lok  áðurnefndrar kvikmyndar, tókst manninum hann loks,að gera það besta út úr deginum. Í raunveruleikanum hafa menn fullreynt þennan Dag, sem er ekki að taka framförum nema síður sé og er vonandi að kvöldi kominn. 

Það er hægt að gera miklu betur en Dagur B Eggertsson og meðreiðarfólk hans. Það þarf framsækið fólk, sem vill stjórna með hagsmuni allra borgarbúa að leiðarljósi. Þess er að vænta að það komi fram og geri sig gildandi í kosningunum í vor. 

 

 


Bloggfærslur 14. janúar 2022

Höfundur

Jón Magnússon
Jón Magnússon

Síðuritari er Hæstaréttarlögmaður og fyrrverandi alþingismaður.

 

Eldri færslur

Apríl 2024
S M Þ M F F L
  1 2 3 4 5 6
7 8 9 10 11 12 13
14 15 16 17 18 19 20
21 22 23 24 25 26 27
28 29 30        

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (26.4.): 161
  • Sl. sólarhring: 229
  • Sl. viku: 3102
  • Frá upphafi: 2294721

Annað

  • Innlit í dag: 151
  • Innlit sl. viku: 2829
  • Gestir í dag: 138
  • IP-tölur í dag: 137

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband