Leita í fréttum mbl.is

Lungnabólga af óþekktri tegund

Þ.5.janúar 2020 sendi Alþjóðaheilbrigðismálastofnunin (WHO) frá sér tilkynningu um tilvist óþekktrar lungnabólgu, sem komin væri upp í Kína, en skv. rannsóknum þar benti ekkert til að smit bærust á milli fólks, engin heilbrigðisstarfsmaður hefðu sýkst og augum beint að matvælamörkuðum og leðurblökum sem smitberum.

Kínverjar sögðu ekki rétt frá um upptök og smitleiðir veirunnar, Kóvíd, sem heimurinn hefur glímt við síðan 2 ár. Kínverjar leyndu uppruna og tilkomu Kóvíd veirunnar, en um það  mátti ekki ræða það á Vesturlöndum e.t.v. vegna þess að Trump sagði það eða ríkisstjórnir og vísindamenn vildu ekki styggja ofurveldið Kína. 

Í tæp 2 ár hefur heimsbyggðinni sérstaklega Vesturlöndum verið haldið í helgreipum  óttans með mismunandi miklum lokunum, frelsisskerðingu og takmörkunum á eðlilegu lífi. Gríðarlegar efnahagslegar fórnir hafa verið færðar og þeir sem stunda sjálfstæðan atvinnurekstur og þjónustu- og framleiðslufyrirtæki hafa orðið fyrir þungum búsifjum. Þjóðarframleiðsla hefur víða dregist mikið saman nema þá  helstí Kína, sem selur m.a. mikið af sýnatökuvörum til Vesturlanda. 

Nú tveim árum eftir að þessi vírus kom upp. Vírus sem sannanlega hefur orðið mildari sbr. Omicron og  í ljósi  bólusetninga, sem stjórnvöld halda fram að veiti virka vörn, þá hlítur sú spurning að vakna hvort enn sé nauðsynlegt að stunda fjöldaskimanir á heilbrigðu fólki.

Ef við ætlum einhverntíma að læra að lifa með þessari veiru, sem við verðum fyrr heldur en síðar hvort heldur sem okkur líkar betur en verr, þá er kominn tími til að hætta skimunum á fullfrísku fólki og leyfa sjúkdómnum að hafa sinn gang eins og við höfum hingað til gert við sjúkdóma af ekki alvarlegri eða lífshættulegri tegundum en veiran er nú.

Ef til vill á það við í dag, sem orðað var á umliðinni öld.

"Það sem ekki drepur þig gerir þig sterkari."


Bloggfærslur 5. janúar 2022

Höfundur

Jón Magnússon
Jón Magnússon

Síðuritari er Hæstaréttarlögmaður og fyrrverandi alþingismaður.

 

Eldri færslur

Mars 2024
S M Þ M F F L
          1 2
3 4 5 6 7 8 9
10 11 12 13 14 15 16
17 18 19 20 21 22 23
24 25 26 27 28 29 30
31            

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (19.3.): 8
  • Sl. sólarhring: 132
  • Sl. viku: 4598
  • Frá upphafi: 2267742

Annað

  • Innlit í dag: 7
  • Innlit sl. viku: 4246
  • Gestir í dag: 7
  • IP-tölur í dag: 7

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband