Leita í fréttum mbl.is

Olía á verðbólgubálið

Borgartjórinn í Reykjavík gerði grein fyrir því í gær, að borgarstjóður væri rekinn með milljarða halla og hallarekstur væri fyrirsjáanlegur. Vissulega nokkuð önnur mynd en dregin var upp í aðdraganda kosninganna s.l. vor. 

Lausnin sem borgarstjóri býður borgurunum upp á er aukin skattheimta og veruleg hækkun á þjónustugjöldum, sem munu auka enn á verðbólgubálið, en meirihlutanum í Reykjavík kemur það ekki við. Samfylking, Viðreisn og Framsóknarflokkurinn bera alla ábyrgð á því að svona skuli vera komið og engin þeirra flokka ætlar sér að axla ábyrgð vegna þessa eða annars. Það gera óreiðustjórnmálamenn almennt ekki hvorki hjá ríki eða borg.

Á sama tíma og borgarstjóri tilkynnir um óreiðuna og skuldasöfnunina hjá Reykjavíkurborg hækka fasteignagjöld verulega vegna ofurhækkana á fasteignum á síðasta ári, en það dugar samt hvergi til. Í tillögum meirihlutans er auk heldur engar haldbærar tillögur til lausnar aukinni skuldasöfnun, þar sem áætlanir meirihlutans miða við áframhaldandi hallrekstur og aukna skuldasöfnun.

Þrátt fyrir hallareksturinn sem bitnar á borgurum Reykjavíkur vegna ofurskatta á fasteignir og hækkaðra þjónustugjalda ætlar Reykjavík samt ekki að hægja neitt á bruðlinu. Áfram verða borgarfulltrúar á glórulausum ofurlaunum miðað við vinnuframlag og pólitískum vinum og vandamönnum verður áfram gefið á garðann svo sem mest má verða.  Það er því ekki neins góðs að vænta meðan þessi meirihluti Framsóknar, Viðreisnar og Samfylkingar fer með völdin í Reykjavík.  Mál er að linni. 

 

 


Bloggfærslur 2. nóvember 2022

Höfundur

Jón Magnússon
Jón Magnússon

Síðuritari er Hæstaréttarlögmaður og fyrrverandi alþingismaður.

 

Eldri færslur

Maí 2024
S M Þ M F F L
      1 2 3 4
5 6 7 8 9 10 11
12 13 14 15 16 17 18
19 20 21 22 23 24 25
26 27 28 29 30 31  

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (5.5.): 4
  • Sl. sólarhring: 189
  • Sl. viku: 2414
  • Frá upphafi: 2298387

Annað

  • Innlit í dag: 4
  • Innlit sl. viku: 2248
  • Gestir í dag: 4
  • IP-tölur í dag: 4

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband