Leita í fréttum mbl.is

Bara fyrir ólöglega.

Hér færðu 300 þúsund krónur á mánuði og heilbrigðisþjónustu ef þú þarft á að halda þó þú megir skv. lögum ekki dvelja hérna. Þetta er það sem íslensk stjórnvöld bjóða ólöglegum hælisleitendum, sem hefur verið vísað úr landi. 

Ó hve landinn yrði sæll og elska mundi landið heitt, ef hann fengi kr. 300.000 um hver mánaðarmót frá Ríkinu inn á bankareikninginn sinn eins og ólöglega hælisleitendur,fá, sem eru í felum fyrir lögreglunni. 

Einhver leiðindaskjóða mundi sjálfsagt benda á, að það gengi aldrei upp, Ríkið færi lóðbeint á hausinn ef það leyfði sér að gera jafnvel við íslenska ríkisborgara og þessa ólöglegu hælisleitendur.

Ríkið er rekið með bullandi halla. Greiðslurnar til ólöglegu hælisleitendanna, sem eru í felum fyrir réttvísinni er kostnaður sem börnin okkar og barnabörn þurfa að greiða í framtíðinni. 

Ekki nóg með þetta. Jafnvel þó  að Ríkið greiði fargjald ólöglegu hælisleitendanna, fararkostnað og allt að kr. 450.000 í aðlögunarstyrk, þá eru þeir samt í felum og þiggja mánaðarlegan tékka frá íslenskum  skattgreiðendum upp á kr.300.000.

Þetta er ekkert nýtt. Svona hefur þetta bull verið í meira en áratug og heldur verið bætt í en dregið úr.

Talandi um mannúð. Þá er kostnaðurinn við einn ólöglegan hælisleitenda svo mikill að þeir peningar sem eytt er í  hvern einstakan duga til að fæða og klæða 100 manns í brýnni þörf á átaka- og ófriðarsvæðum. Fólk sem á raunverulega bágt. 

Það er nóg komið af því að stjórnmálaelítan í landinu misfari svona með opinbert fé og geri svona hrikalega upp á milli fólksins í landinu og ólöglegu innflytjendanna. Það verður að hætta þessu rugli og sýna þeim stjórnmálaflokkum,sem ætla að halda því áfram, að þeir eigi ekki lengur erindi við kjósendur í landinu. 


Bloggfærslur 29. nóvember 2022

Höfundur

Jón Magnússon
Jón Magnússon

Síðuritari er Hæstaréttarlögmaður og fyrrverandi alþingismaður.

 

Eldri færslur

Sept. 2025
S M Þ M F F L
  1 2 3 4 5 6
7 8 9 10 11 12 13
14 15 16 17 18 19 20
21 22 23 24 25 26 27
28 29 30        

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (18.9.): 30
  • Sl. sólarhring: 211
  • Sl. viku: 3289
  • Frá upphafi: 2602920

Annað

  • Innlit í dag: 28
  • Innlit sl. viku: 3072
  • Gestir í dag: 27
  • IP-tölur í dag: 27

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband