Leita í fréttum mbl.is

Eigum enga vini nema fjöllin

Kúrdískt máltæki segir. "Kúrdar eiga enga vini nema fjöllin." Kúrdar hafa mátt reyna það um aldir, að vera sviknir af þeim, sem þeir töldu vini sína.  

Kúrdar eru merkileg þjóð, sem talar sérstakt tungumál af indóevrópskum uppruna og telja um 35 milljónir, stærsta ríkisfangslausa þjóðin í heiminum. Kúrdar búa aðallega í fjallahéruðum Tyrklands, Íans, Íraks og í Sýrlandi. 

Varnarsveitir Kúrda í Sýrlandi, börðust hatrammlega gegn hryðjuverkaher Isis  í samvinnu við Bandaríkin. Kúrdar voru þar í fremstu víglínu. Þegar Kúrdar í Sýrlandi höfðu sigrað Ísis höfðu Bandaríkjamenn ekki not fyrir þá lengur og yfirgáfu þá, þegar Erdogan Tyrkjasoldán hóf að herja á þá og taka land og borgir Kúrda. 

Það eru varnarsveitirnar, sem sigruðu Ísis, sem Svíar slíta nú öll tengsl við að kröfu Tyrkja. Lítið leggst þar fyrir mannúð og réttlætiskennd Svía, sem fórna hagsmunum "vina" sinna til að Tyrkir samþykki að þeir fái inngöngu í NATO. 

Það er svo sérstakur kapítuli út af fyrir sig, að NATO þjóðir skuli telja sig eiga samleið með Tyrkjum og Evrópusambandið skuli gæla við að taka þá inn í sambandið. 

Tyrkir hafa á síðustu árum staðið fyrir innrás í Sýrland og hernumið landssvæði Kúrda og Idlib hérað. Á því verndarsvæði Tyrkja eru leifar af hryðjuverkasveitum Isis, Al Kaída, Al Nusra o.fl. Tyrkir veita þeim vernd. Við því segja NATO þjóðir ekkert. Hvernig skyldi standa á því? Hernaður Asera á hendur Armenum og landvinningar voru líka að undirlagi og með aðstoð Tyrkja. 

Evrópusambandið og NATO sjá ekkert athugavert við að Tyrkir herji á lönd og þjóðir og virði ekki "heilög" landamæri. Á þeim bæjum sjá menn enga ástæðu til að beita Tyrki refsiaðgerðum með sama hætti og Rússa. Þannig að það rætist enn og aftur sem kerlingin sagði. "Það er sitthvað Ólafur Pá eða Ólafur uppá."

Við Íslendingar eigum að standa með réttlætinu og taka upp samskipti við Kúrdísku samtökin, sem Svíar eru nú að svíkja, fyrir aðgöngumiða að NATO. Með því mundum við leggja réttlætinu lið eins og við gerðum og erum stolt af þegar Baltnesku þjóðirnar, Eistland, Lettland og Litháen voru að brjótast undan oki Sovétríkjanna. 

Við eigum líka að fordæma aumingjaskap Svía og fordæma árásir Tyrkja á nágrannalönd sín, sem og þjóðarmorð þeirra á Armenum í fyrri heimstyrjöld. 

Þær stöllur Katrín Jakobsdóttir og Þórdís Kolbrún Reykfjörð Gylfadóttir eru þó ekki líklegar til að standa að slíku. Þá gæti kusk komið á bryddaða kjólinn og þær kjósa heldur að halda áfram að faðma Erdogan Tyrkjasoldán á NATO fundum og mæra hann sem fulltrúa mannréttinda og lýðræðis svo galið svo sem það nú er. 

Það er gott að tala um mannúð og mannréttindi þegar ekkert þarf á sig að leggja. En þar skilur á milli feigs og ófeigs hvort fólk er tilbúið í raun til að standa með þeim gildum í verki.


mbl.is Svíar beygja sig undir kröfur Erdogan
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Bloggfærslur 6. nóvember 2022

Höfundur

Jón Magnússon
Jón Magnússon

Síðuritari er Hæstaréttarlögmaður og fyrrverandi alþingismaður.

 

Eldri færslur

Maí 2024
S M Þ M F F L
      1 2 3 4
5 6 7 8 9 10 11
12 13 14 15 16 17 18
19 20 21 22 23 24 25
26 27 28 29 30 31  

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (5.5.): 4
  • Sl. sólarhring: 192
  • Sl. viku: 2414
  • Frá upphafi: 2298387

Annað

  • Innlit í dag: 4
  • Innlit sl. viku: 2248
  • Gestir í dag: 4
  • IP-tölur í dag: 4

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband