Leita í fréttum mbl.is

Öll dýr eru jöfn, en sum eru jafnari en önnur

Í bók sinni "Animal Farm" lýsir George Orwell ţví hvernig hin ráđandi dýr, svínin, sölsuđu undir sig öll völd og breyttu vígorđum byltingarinnar í samrćmi viđ eigin hagsmuni. 

Stjórnmálastéttin á Íslandi hefur lögfest sérkjör hvađ varđar eigin laun og ćđstu embćttismanna. Ţau eru verđtryggđ og hćkka ţví mun meira en önnur laun í landinu. Katrín Jakobsdóttir telur ţetta eđlilegt fyrir stjórnmálastéttina og embćttismannaađalinn en ekki ađra. Sum dýrin eru jú jafnari en önnur. 

Á sínum tíma voru bćđi laun og lán verđtryggđ í ţjóđfélaginu, en ţađ gekk ekki vegna ţess ađ ţađ var ávísun á óđaverđbólgu. Verđtrygging launa var ţví afnumin. En nú hefur hin ráđandi stétt innleitt hana aftur fyrir sig en ađ sjálfsögđu ekki ađra. Á međan hagur launţega og neytenda versnar vegna óđaverđbólgu fitnar stjórnmálastéttin og embćttismannaađallinn ţví meir sem verđbólgan verđur meiri.

Ţar fyrir utan hafa sveitarstjórnarmenn komiđ sér upp launakerfi sem er gjörsamlega fráleit sjálftaka, ađ öllu venjulegu fólki ofbýđur. Ţeir fá líka laun ţó ţeir sinni ekki ţeim störfum sem ţeir voru kosnir til ađ gegna. 

Hvernig stendur á ţví ađ engin úr stjórnmálastéttinni hreyfir mótmćlum og krefst jöfnuđar og sambćrilegra launakjara og gildir um ađra launţega? 

Svariđ getur ekki veriđ annađ en ađ:

Stjórnmálastéttin öll er ţví miđur gjörspillt.

Viđ ţađ verđur ekki unađ ađ ţessi siđlausa sjálftaka haldi áfram.

Vilmundur Gylfason heitinn orđađi svona háttalag á sínum tíma sem:

"Löglegt en siđlaust". 

Hversu lengi enn eigum viđ ađ láta stjórnmálastéttina misbjóđa ţolinmćđi okkar.

 

 


Bloggfćrslur 5. júlí 2022

Höfundur

Jón Magnússon
Jón Magnússon

Síðuritari er Hæstaréttarlögmaður og fyrrverandi alþingismaður.

 

Eldri fćrslur

Júlí 2025
S M Ţ M F F L
    1 2 3 4 5
6 7 8 9 10 11 12
13 14 15 16 17 18 19
20 21 22 23 24 25 26
27 28 29 30 31    

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (4.7.): 276
  • Sl. sólarhring: 884
  • Sl. viku: 3506
  • Frá upphafi: 2559874

Annađ

  • Innlit í dag: 252
  • Innlit sl. viku: 3300
  • Gestir í dag: 249
  • IP-tölur í dag: 242

Uppfćrt á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikiđ á Javascript til ađ hefja innskráningu.

Hafđu samband