Leita í fréttum mbl.is

Hvika ţá allir nema Ađalsteinn?

Verkföll eru slćm og leiđa til mikils kostnađar fyrir ţjóđfélagiđ, atvinnurekendur og launţega. Ţess vegna hefur löggjafinn sett reglur  til ţess, ađ komist verđi hjá  verkföllum í lengstu lög. 

Ţessvegna hefur löggjafinn ţ.e. Alţingi sett lög sem heimila trúnađarmanni ríkisins, Ríkissáttasemjara ađ grípa til úrrćđa m.a. setja fram miđlunartillögu, sem ađilar vinnudeilunnar ţurfa ţá ađ greiđa atkvćđi um.  

Í gćr setti ríkissáttasemjari Ađalsteinn Leifsson fram slíka miđlunartillögu í samrćmi viđ gildandi lög og reglur. Ţá bregđur svo viđ, ađ allt í einu hamast verkalýđshreyfing og vinnuveitendur ađ ríkissáttasemjara. 

Forsvarsmenn Eflingar segja ađ ríkissáttasemjari sé sekur um lögbrot og starfandi forseti ASÍ og burthlaupinn forseti ASÍ setja frá sér rangar ásakanir í garđ ríkissáttasemjara og ţeirri ákvörđun hans ađ setja fram miđlunartillögu lögum samkvćmt.

Ótöluleg hjörđ skriffinna á samfélagsmiđlum bćta svo um betur og hnjóđa í ríkissáttasemjara og halda ţví fram ađ hann sé ađ beita ólögmćtu ofbeldi, ráđast á fólk, sem getur ekki boriđ hönd fyrir höfuđ sér og festa láglaunafólk í ţrćlakistu auđvaldsins.

Ţessi skrif eru úr rökrćnu samhengi viđ veruleikann og ţađ sem ríkissáttasemjari ákvađ međ ţví ađ setja fram miđlunartillöguna.

Miđlunartillaga er ţess eđlis, ađ hún kemur engan veginn í veg fyrir ađ vilji félaga í verkalýđsfélagi nái fram ađ ganga. Ţeir hafa lýđrćđislegan rétt međ ţví ađ beita atkvćđi sínu til ađ samţykkja eđa fella tillögu ríkissáttasemjara. 

Til ađ fella tillögu ríkissáttasemjara ţarf meirihluta ţeirra sem atkvćđi greiđa og fjórđung eđa 25%  félagsmanna ađ  verkalýđsfélagsins ađ lágmarki. Lýđrćđislegur réttur verkafólks er ţví til stađar. Sé ţađ svo ađ baráttan standi um mikilvćg atriđi ćtti ţađ ekki ađ vera vanda bundiđ ađ fá fjórđung ţeirra sem telja sig órétti beitta til ađ fella tillöguna. 

Hvar er ţá atlagan? Í hverju er árásin fólgin? Er ţađ árás á kjör eđa lýđrćđisleg réttindi einstaklings eđa félaga í verkalýđsfélagi ađ bjóđa ţeim ađ tjá vilja sinn međ ţví ađ fara ađ lýđrćđislegum leikreglum og greiđa atkvćđi? 

Raunar er ţetta ekki í fyrsta skipti og vćntanlega ekki síđasta sem ríkissáttasemjari setur fram miđlunartillögu. En e.t.v. eru ţessi glórulausu viđbrögđ atvinnurekenda, Eflingar og ASÍ til marks um vaxandi óţol og ţjóđfélagslega jađarmyndun samfélagsins

Ríkissáttasemjari er engin skálkur í ţessu efni. Hann fer ađ lögum. Skálkarnir eru ţeir,sem hamast gegn lögum landsins og lýđrćđislegri ákvarđanatöku.  

Er ţađ virkilega orđiđ merki um ofstopa, árás á lífskjör eđa fasismi, ađ gefa fólki kost á ţví ađ greiđa atkvćđi um kaup  sitt og kjör? 


Bloggfćrslur 27. janúar 2023

Höfundur

Jón Magnússon
Jón Magnússon

Síðuritari er Hæstaréttarlögmaður og fyrrverandi alþingismaður.

 

Eldri fćrslur

Júlí 2025
S M Ţ M F F L
    1 2 3 4 5
6 7 8 9 10 11 12
13 14 15 16 17 18 19
20 21 22 23 24 25 26
27 28 29 30 31    

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (6.7.): 9
  • Sl. sólarhring: 314
  • Sl. viku: 3088
  • Frá upphafi: 2560811

Annađ

  • Innlit í dag: 9
  • Innlit sl. viku: 2911
  • Gestir í dag: 9
  • IP-tölur í dag: 9

Uppfćrt á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikiđ á Javascript til ađ hefja innskráningu.

Hafđu samband