Leita í fréttum mbl.is

Fylgdarlausu, fúlskeggjuðu "börnin"

Ráðstefna Sameinuðu þjóðanna (SÞ) um réttindi barna skilgreinir fólk undir 18 ára aldri sem börn. Stöðug fjölgun er á börnum, sem eru hælisleitendur, iðulega fylgdarlaus. Möguleikar yfirvalda  til að sannreyna slíkar staðhæfingar eru takmarkaðar. Hagsmunir flóttamannaiðnarins og "góða fólksins" ráða.

Ekki liggja fyrir tölur um þessi mál hér, en í Bretlandi sýna upplýsingar frá Innanríkisráðuneytinu, að af 1.696 "börnum", reyndust 1.118 eða 66% vera eldri en 18 ára þar af 52  yfir 30 áram mörg fúlskeggju og sum að verða sköllótt. SÞ leiðréttir þó aldrei tölur sínar um fylgdarlausu börnin. Ofangreint sýnir að minnihlutinn eða einn af hverjum þremur er undir 18 ára aldri.

Fyrir nokkrum dögum var Lawangeen Abdulrahimzai, sem kom til Bretlands árið 2019 og sagðist vera barn dæmdur fyrir að hafa drepið ungan mann Thomas Roberts. "Barnið" Lawangeen, kom til Bretlands árið 2019 og sagðist vera 14 ára munaðarlaust barn frá Afganistan. Flóttamannayfirvöld í Bretlandi létu "barnið" njóta vafans, og útveguðu honum þjónustu og atlæti á kostnað breskra skattgreiðenda. Hann naut síðan aðstoðar "velviljaðra" lögmanna til að viðhalda stöðu sinni sem "barn". 

Lawangeen var ekki barn heldur fulltíða maður,þó að "velviljuðu" lögmennirnir í garð flóttamanna en ekki eigin borgara hafi gert sitt til að framlengja dvöl hans og koma í veg fyrir að hann þyrfti að svara spurningum yfirvalda. Þetta kom í ljós í réttarhöldunum yfir honum vegna morðsins á Thomas Roberts, en fleira kom til. Hann hafði verið dæmdur í Serbíu vegna manndráps og farið til Noregs, þar sem yfirvöld neituðu að trúa sögu fúlskeggjaða "barnsins". Í framhaldi af því skolaði honum til Bretlans, þar sem yfirvöld gættu ekki að sér og nutu ekki jafn skilvirkra laga eins og í Noregi með framangreindum afleiðingum.

Það sama hefði getað gerst hér, þar sem skilvirk ákvæði laga skortir í málum sem þessum.  

Yfirvöld í Bretlandi og "góðviljuðu" hælisleitendalögmennirnir var meira umhugað um að vera vænir við Lawangeen en réttindi og öryggi Thomas Roberts, ungs manns sem nýlega var orðinn tvítugur þegar þetta skilgetna afkvæmi úrræðaleysis og bullreglna í innflytjendamálum, myrti hann með köldu blóði og eyðilagði líf ungs manns og fjölskyldu hans, sem vænti svo mikils af ungum syni í blóma lífsins. 

Talsmenn Samfylkingarinnar, Viðreisnar og Pírata á Alþingi ættu að gaumgæfa, að við umfjöllun um málefni útlendinga og alþjóðlega vernd, er verið að tala um alvöru mál. Það getur verið dýrkeypt að setja reglur, sem taka hagsmuni manna eins og Lawangeen, fram yfir mikilivægustu réttindi einstaklings í lýðræðisþjóðfélagi.

Réttinn til lífs. 

 


Bloggfærslur 31. janúar 2023

Höfundur

Jón Magnússon
Jón Magnússon

Síðuritari er Hæstaréttarlögmaður og fyrrverandi alþingismaður.

 

Eldri færslur

Sept. 2025
S M Þ M F F L
  1 2 3 4 5 6
7 8 9 10 11 12 13
14 15 16 17 18 19 20
21 22 23 24 25 26 27
28 29 30        

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (18.9.): 189
  • Sl. sólarhring: 196
  • Sl. viku: 3448
  • Frá upphafi: 2603079

Annað

  • Innlit í dag: 179
  • Innlit sl. viku: 3223
  • Gestir í dag: 163
  • IP-tölur í dag: 161

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband