Leita í fréttum mbl.is

Stríðshaukur slíðrar sverðið

Meðan stríðsátök milli Rússa og Úkraínumanna hafa staðið, hefur Katrín Jakobsdóttir verið fyrst til að mæta á fundi NATO og standa með öllum ályktunum um stigmögnun ófriðarins. 

Hundruðir þúsunda ungra manna hafa fallið á vígvöllunum í Úkraínu og fjölmargir óbreyttir borgarar. 

Aldrei hefur Katrínu Jakobsdóttur lagt til vopnahlé í átökunum. Þvert á móti hefur hún verið helsti stríðshaukur NATO á sama tíma og hún mælir fyrir því á heimavelli að Ísland fari úr NATO.

Flutt var áróðurstillaga Arabaríkja á vettvangi Sameinuðu Þjóðanna (SÞ) um vopnahlé í stríði hryðjuverkasamtaka Hamas og Ísrael. Ríkisstjórn Íslands ákvað í samræmi við stefnu ríkisstjórnarinnar, að standa með öðrum NATO ríkjum og sitja hjá við atkvæðagreiðsluna. 

Nú bregður svo við að stríðshaukurinn Katrín Jakobsdóttir vill slíðra sverðin í Mið-Austurlöndum og talar um mannfórnir, sem henni finnst verri en mannfórnir í austurhluta Evrópu. Hvernig skyldi standa á því og hvernig skyldi nú Katrín rökfæra það að ætla að standa með Arababandalaginu og rjúfa nánast órofa samstöðu NATO ríkja í þessu máli? 

Miðað við sókn Katrínar Jakobsdóttur í að vera helsti stríðshaukurinn á öllum NATO fundum, þá er hér eitthvað nýtt á ferðinni og eðlilega vefst það fyrir almúganum að skilja stefnu forsætisráðherra,sem krefst órofa samstöðu um mannfórnir í Úkraínu, kemur árásar- og landvinningastríð Aserbajan gegn Armeníu ekki við, en telur vopnahlé á Gasa brýna nauðsyn.

Katrín hefur verið mótfallinn vopnahléi í Úkraínustríðinu vegna þess, að það væri hagfellt fyrir Rússa því þá gæfist þeim svigrúm til endurskipulagningar hernaðaraðgerða. Gildir ekki það sama um Hamas? 

 


Bloggfærslur 1. nóvember 2023

Höfundur

Jón Magnússon
Jón Magnússon

Síðuritari er Hæstaréttarlögmaður og fyrrverandi alþingismaður.

 

Eldri færslur

Sept. 2025
S M Þ M F F L
  1 2 3 4 5 6
7 8 9 10 11 12 13
14 15 16 17 18 19 20
21 22 23 24 25 26 27
28 29 30        

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (20.9.): 7
  • Sl. sólarhring: 677
  • Sl. viku: 4115
  • Frá upphafi: 2603889

Annað

  • Innlit í dag: 7
  • Innlit sl. viku: 3854
  • Gestir í dag: 7
  • IP-tölur í dag: 7

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband