Leita í fréttum mbl.is

Lúxusferðir til Íslands allt í boði skattgreiðenda á Íslandi

Fyrir nokkrum fékk ég sent myndband með auglýsingu frá Venesúela, um að það sé þess virði að freista gæfunnar sem hælisleitandi á Íslandi. Velferðarkerfið sé frábært og laun há. 

Það hefur aldrei verið eins auðvelt og ódýrt að fljúga á milli landa og núna. Þjóðníðingum virðists sjást yfir þá staðreynd.

Þeir sem hyggja á ævintýraferðir til Evrópulanda til að geta lifað á skattreiðendum og þykjast vera hælisleitendur geta auðveldlega leitað sér upplýsinga um hvernig staðan er á mismunandi stöðum.

Þeir hlaupastrákar sem hingað koma og segjast vera hælisleitendur hafa nánast undantekningarlaust nýjustu og tænilega fullkomnustu farsímana og hafa upplýsingar frá þjóðníðingum hér á landi um það hvernig eigi að svara spurningum yfirvalda og hvaða lögmenn eigi að velja til að viðkomandi geti verið hér sem lengst á kostnað skattgreiðanda. Já þeir vita að þeir geta sagst vera börn jafnvel fúlskeggjaðir og það má ekki ganga úr skugga um að þeir séu að ljúga.

Allt kerfi hælisleitendahugmyndafræðinnar er fáránlegt í dag og ekki í samræmi við staðreyndir sem blasa við og hefur ekkert með mannúð að gera. Það verður að koma í veg fyrir þetta rugl m.a. með þeim leiðum sem Danir og Bretar hafa talað um að umsóknir fái umfjöllun meðan viðkomandi dvelur t.d. í Rúanda. 

Við eigum að taka við fólki eftir efnahagslegri getu, sem raunverulega þarf á hjálp að halda t.d.kristnir íbúar Mið-Austurlanda, Afganistan og Pakistan. Frábiðjum okkur Venesúela- Afganistan- Palestínu- og Nígerísusvindlið. 

Það er ámælisvert, að íslensk yfirvöld skuli ekki hafa  brugðist við varðandi Venesúela ruglinu fyrir löngu síðan. 

Við erum fámenn þjóð og útgjöld ríkisins eru löngu hætt að vera sjálfbær enda ríkissjóður rekinn með yfir 150 milljarða halla. Við höfum ekki efni þá þeim lúxus sem þjóðníðingaflokkarnir  Viðreisn, Píratar og Samfylking berjast fyrir að bæta 20 milljörðum við á ári til að tryggja Venesúelabúum og hlaupastrákum frá Mið-Austurlöndum frítt fæði  og húsnæði.

Hvaða framtíð sjá þjóðníðingaflokkar fyrir sér varðandi íslenskt samfélag. Hvernig á að aðlaga 5000 innflytjendur árlega að íslenskri menningu, siðum og tungu. Vilja þjóðníðingarnir að íslenskri menningu, siðum, sögu og tungu verði fórnað á sama tíma og þeir leggja til, að innflytjendastefnan kosti hverja fjölskyldu í landinu yfir 200 þúsund á ári. Nokuð rausnarlegt það.

Stöndum gegn þjóðníðingunum. Stöndum með íslenskum gildum,menningu og tungu og stöndum með heimilunum í landinu og segjum nei þegar ríkisvaldið ætlar að krefja okkur um 200 þúsund á ári til að halda uppi þessari hælisleitendastefnu velferðarfarþeganna.


mbl.is „Augljóst að það er eitthvað óeðlilegt í gangi“
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Bloggfærslur 12. febrúar 2023

Höfundur

Jón Magnússon
Jón Magnússon

Síðuritari er Hæstaréttarlögmaður og fyrrverandi alþingismaður.

 

Eldri færslur

Sept. 2025
S M Þ M F F L
  1 2 3 4 5 6
7 8 9 10 11 12 13
14 15 16 17 18 19 20
21 22 23 24 25 26 27
28 29 30        

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (19.9.): 13
  • Sl. sólarhring: 295
  • Sl. viku: 3480
  • Frá upphafi: 2603187

Annað

  • Innlit í dag: 13
  • Innlit sl. viku: 3254
  • Gestir í dag: 13
  • IP-tölur í dag: 13

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband