Leita í fréttum mbl.is

Alþingi verður að geta gegnt hlutverki sínu.

Ríkislögreglustjóri lýsti yfir hættuástandi á landamærunum seinni hluta síðasta árs vegna fjölda hælisleitenda. Ásókn þeirra til Íslands nú er mun meiri en til nágrannalandana. 

Við höfum horft upp á það í hvaða vandamálum hin Norðurlöndin lentu vegna móttöku hælisleitenda. Í sumum borgum Svíþjóðar eru hverfi, sem lögregla, slökkvilið eða sjúkralið fer ekki inn í nema vopnuð lögregla fylgi þeim. Öryggi borgaranna er í hættu, rán, morð, skotárásir og nauðganir hafa margfaldast. Svíþjóð fyrirmyndarlandið er nánast heimsmetshafi varðandi nauðganir 

Pólitísk samstaða flestra flokka í Danmörku leiddi til að þessi mál voru tekin föstum tökum. Ástandið í Danmörku er því mun betra en áður og allt annað en í Svíþjóð, sem lengst af hefur verið með Pírataheilkennið og svart leppinn fyrir báðum augum.

Þrátt fyrir að hafa séð vandamál hinna Norðurlandanna og þrátt fyrir varnaðarorð,óð pólitíska elítan á Alþingi fram með þverpólitíska þinmannanefnd, sem setti saman snargalna löggjöf um útlendingamál í anda Svíþjóðarvitringanna með þeim árangri að málinu eru að þróast hér í átt til sama ástands og í Svíþjóð. 

Tillögur þverpólitísku nefndarinnar og lagasetningarinnar um útlendingamál miðuðu fyrst og fremst við hagsmuni allra sem bönkuðu hér á dyr, en ekki var hugað að öryggi og velferð íslenskra borgara.

Afleiðingin leiddi á síðasta ári til þess að lögregluyfirvöld viðurkenndu að við hefðum misst stjórn á landamærunum. Afleiðingarnar:  Húsnæðisskortur verður yfirþyrmandi.Leiguverð hækkar og Reykjavíkurborg yfirbýður til að koma hælisleitendum inn í húsnæði,sem íslenskar fjölskyldur sárvantar. Álag á skóla- og heilbrigðiskerfi er óbærilegt.

Við þessar aðstæður setti dómsmálaráðherra fram frumvarp til breytinga á útlendingalögunum vonum seinna. Flestir eru sammála um að frumvarpið gangi ekki nógu langt, en lagfæri eingöngu ákveðna agnúa á núverandi kerfi. Samt sem áður hamast örfáir þingmenn Pírata, Samfylkingarinnar og Viðreisnar á móti frumvarpinu og beita málþófi til að freisa þess að koma í veg fyrir að þetta útvatnaða frumvarp í útlendingamálum nái fram að ganga, þannig að við getum e.t.v. náð einhverjum tökum á landamærunum.

Með því að halda Alþingi í gíslingu með málþófi eru þingmenn Pírata, Samfylkingar og Viðreisnar að vinna skemmdarverk. Svo virðist sem þetta fólk vilji viðhalda því ástandi að þeir, sem hafa smyglað sér áfram á höfrungahlaupi, fram fyrir fólk í neyð fái hér alla þjónustu umfram fólk í neyð.

Það skortir á þjóðhollustu hjá þessu málþófsliði. En með framferði sínu hefur það sýnt fram á nauðsyn þess að þingskaparlögum verði breytt, til að komið  verði í veg fyrir að Alþingi sé nánast óstarfhæft og ekki sé hægt að koma í gegn mikilvægri lagasetningu í trássi við vilja örfárra þingmanna.

 

 

 


Bloggfærslur 8. febrúar 2023

Höfundur

Jón Magnússon
Jón Magnússon

Síðuritari er Hæstaréttarlögmaður og fyrrverandi alþingismaður.

 

Eldri færslur

Sept. 2025
S M Þ M F F L
  1 2 3 4 5 6
7 8 9 10 11 12 13
14 15 16 17 18 19 20
21 22 23 24 25 26 27
28 29 30        

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (19.9.): 13
  • Sl. sólarhring: 295
  • Sl. viku: 3480
  • Frá upphafi: 2603187

Annað

  • Innlit í dag: 13
  • Innlit sl. viku: 3254
  • Gestir í dag: 13
  • IP-tölur í dag: 13

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband