Leita í fréttum mbl.is

Glórulaus áróður og viðbrögð við loftslagskvíða.

Áróðursþáttur frá BBC var sýndur í sjónvarpinu í kvöld. Þetta rifjaði upp fyrir mér skrif Fraser Nelson um viðbrögð við loftslagskvíða.

Fraser sagðist hafa fengið tölvupóst frá bæjarfélaginu þar sem boðið var upp á námskeið fyrir fólk með loftslagskvíða. Loftslagssálfræðingur (hvað svo sem það nú er) hefði stjórnað hópnum og spurt fólk um líðanina. Svörin voru:hræddur,sakbitinn hjálparvana,reiður. Stjórnandinn sagði það eðlilegt, en fólk ætti að halda sér frá umræðum um loftslagsmál.

Það er hægara sagt en gert. Endalaus áróður er í sjónvarpi. Lloftslagsáróður er kennsluefni í skólum. Dálkahöfundurinn vísaði til loftslagsáróðursþáttarins sem sýndur var í sjónvarpinu í gærkvöld og þess neikvæða áróðurs sem þar var. Stjórnmálamenn, fjölmiðlar og „vísindamenn“ sem lifa á því að halda fram að það sé banvæn loftslagshlýnun hamast við að yfirbjóða hvern annan og mála hlutina stöðugt dekkri litum.

Afleiðingin af þessu ofstæki er að koma í ljós. Sumir eru dauðhræddir einkum börn og unglingar. Fólk neitar sér jafnvel um að eiga börn. Samt er ekkert merkilegt að gerast nema á teikniborði þeirra sem vilja bara skoða neikvæðar fréttir.

En skattlagning á almenning og afleiðingarnar af „grænu stefnunni“ sem felst aðallega í að styrkja ákveðin fyrirtæki og millifæra peninga frá skattgreiðendum til ákveðinna framleiðenda er aftur á móti að koma í ljós og fleirum og fleirum ofbýður þrátt fyrir allan áróðurinn og átta sig á að þetta er komið allt of langt.

Hollenskir bændur hafa orðið illilega fyrir barðinu á þessum trúarbrögðum og mótmæla kröftuglega. Sænski umhverfisráðherrann er í rólegheitum að útvatna grænu lögin sem hún tók í arf frá sósíalistunum og Emanuel Macron er í vandræðum heima fyrir þar sem gulvestungarnir neituðu að taka meiri hækkunum á orkuverði og hófu mótmælaaðgerðir og hafa krafist þess að Evrópusambandið hætti þessu og segja það sé þegar nóg komið. Þýskaland skrifaði upp á að bensínbílar yrðu bannaðir frá árinu 2035, en er nú á móti þeirri hugmynd.

Þegar loftslagspólitíkin fór á flug í Evrópu, þá var aldrei spurt hvað kostar þetta. Hverju náum við fram. Þýski flutningamálaráðherrann leyfði sér meira að segja að spyrja um daginn. „Hvaða skynsemi er í því að kaupa rafmagnsbíl ef rafmagnið er framleitt með því að brenna kolum“?

En það er aldrei minnst á jákvæðu hliðarnar sem eru að gerast á henni jörð. Jörðin hefur aldrei verið grænni og dauðsföllum tengdum loftslagi hefur fækkað um 90% á einni öld.  Ástæðan er einföld ríkar þjóðir eiga betra með að takast á við náttúruvá.

Með því að veikja efnahagslegar undirstöður Vesturlanda má búast við að hættan aukist frá því sem nú er í stað þess að það dragi úr henni. 

En það er ekki beint búin að vera hamfarahlýnun á Íslandi síðustu misserin og það eru engar stórkostlegar breytingar á veðurfari eða loftslagi umfram það sem gerist og gerst hefur í sögu jarðarinnar. Við erum frekar svo heppin að búa við meiri stöðugleika en iðulega hefur verið fyrir hendi - og þá þarf að skattleggja það að fólki líður vel og hræða það.


Bloggfærslur 24. maí 2023

Höfundur

Jón Magnússon
Jón Magnússon

Síðuritari er Hæstaréttarlögmaður og fyrrverandi alþingismaður.

 

Eldri færslur

Sept. 2025
S M Þ M F F L
  1 2 3 4 5 6
7 8 9 10 11 12 13
14 15 16 17 18 19 20
21 22 23 24 25 26 27
28 29 30        

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (19.9.): 310
  • Sl. sólarhring: 546
  • Sl. viku: 3777
  • Frá upphafi: 2603484

Annað

  • Innlit í dag: 289
  • Innlit sl. viku: 3530
  • Gestir í dag: 283
  • IP-tölur í dag: 272

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband