Leita í fréttum mbl.is

Innflytjendamál eru ekki á dagskrá

Rishi Sunak forsćtisráđherra Breta kom á tildurráđstefnu Evrópuráđsins í bođi Katrínar Jakobsdóttur og Ţórdísar Kolbrúnar og sagđist vilja rćđa innflytjendamál. Ţórdís Kolbrún sagđi slík mál ekki á dagskrá. 

Svariđ er í samrćmi viđ ţađ hvernig íslenska stjórnmálastéttin misvirđir hagsmuni fólksins í landinu hvađ varđar innflytjendamál. Ţau skynja ekki vandamáliđ.

Ţó stjórnmálastéttin skynji ţađ ekki, ţá áttar almenningur sig á ţví ađ innflytjendastraumurinn veldur gríđarlegum vanda í heilbrigđis-, mennta-,húsnćđisálum og vegna afbrota o.fl. 

Ţađ hefur aldrei veriđ eins einfalt ađ ferđast á milli landa og heimsálfa eins og núna og samskipti milli landa og heimsálfa hafa heldur aldrei veriđ eins auđveld.

Innflytjendur sem koma til Evrópu senda myndir og skilabođ til vina og fjölskyldu og segja ţeim hvernig eigi ađ fara ađ ţví ađ komast til Evrópu, hvađ ţá heldur Íslands, ţar sem mest sé frá ríkinu ađ hafa, ef ţú segist vera flóttamađur. Leiđbeiningar koma frá fleirum ţar sem minnst er á ákveđna stjórnmálamenn og lögmenn íslenska, sem leita megi til, svo ađ landvist og ađgangur ađ velferđarkerfinu íslenska verđi tryggt og hvernig megi plata kerfiđ.

Sumir telja ađ ţađ sé útilokađ ađ takmarka innflytjendastraumin og segja ađ ţetta sé bara sá heimur sem viđ lifum í og viđ ţessu sé ekkert ađ gera. Slík afstađa er uppgjöf fyrir tilverunni og tilvistinni eins og viđ séum ósjálfbjarga áhrifalausir áhorfendur,sem höfum ekkert međ ţróun mála ađ gera. 

Stađreyndin er sú, ađ lönd geta lokađ landamćrunum ef ţeim sýnist svo. Hvađ ţá viđ, sem erum eyland og meintir flóttamenn og hćlisleitendur koma ađeins í gegnum Keflavíkurflugvöll. 

Á tímum Kóvíd lokuđu ýmis ríki landamćrunum t.d. Kanada og Nýja Sjáland. Fyrst ţau gátu ţađ ţá getum viđ ţađ. 

Viđ erum farin ađ finna fyrir ţví ađ vegna innflytjendastraumsins er gríđarleg vöntun á húsnćđi, lćknum, heilsugćslustöđvum, leikskólum, skólum. Viđ getum ekki ţjónustađ ţá sem fyrir eru í landinu međ viđunandi hćtti og ţađ liggur algerlega fyrir ţađ sem Milton Friedman sagđi á sínum tíma. "Ţađ er hćgt ađ hafa opin landamćri eđa velferđarkerfi. En ţú getur ekki haft hvorutveggja." Nú eykst yfirdráttur og skuldir ríkisins međ hverjum nýjum hćlisleitenda af ţví ađ ríkiđ er rekiđ međ bullandi tapi.

Fólkiđ í landinu veit ţetta, en ţessi mál eru samt ekki á dagskrá ađ mati stjórnmálaelítunar, sem er upptekin viđ vandamál, sem viđ höfum enga möguleika til ađ hafa áhrif á.

Vonandi gera fleiri og fleiri sér grein fyrir hversu stađan í innflytjendamálum er grafalvarleg og hversu brýnt ţađ er ađ fá nýja stjórnmálamenn sem skynja alvarleika raunveruleikans sem blasir viđ almenningi, en ekki ţeim stjórnmálamönnum, sem horfa á málin úr fílabeinsturninum og ástunda ţađ eitt sem segir í gamla texta Bítlana:

"Making all their nowhere plans for nobody."

Af ţví ađ mál sem varđa ţjóđina mestu máli eru ekki á dagskrá.

 

 

 


Til varnar frelsinu

Tjáningarfrelsi er grundvöllur lýđrćđislegs stjórnskipulags.  Málfrelsiđ er markađstorg hugmynda og ólíkra skođana.

Heimspekingar upplýsingaaldarinnar, sem börđust fyrir breyttum stjórnarháttum og lýđrćđi var ljóst ađ málfrelsiđ voru brýnustu og nauđsynlegustu mannréttindin til ađ koma í kring breytingum á stjórnarháttum og koma í veg fyrir ađ ofbeldiđ gćti fariđ sínu fram. 

Frá byrjun aldarinnar hefur veriđ ţrengt ađ tjáningarfrelsinu. Sett hafa veriđ ákvćđi í refsilög ţar sem bann er lagt viđ ţví ađ viđlagđri refsingu ađ talađ sé óvirđulega um ákveđna, á sama tíma og ákvćđi um guđlast voru afnumin. Í hinum kristna heimi má skattyrđast út í kristna trú og níđast á trúarkenningum kristins fólks, en ţađ má ekki orđinu halla á múslima eđa lífsskođunarhóp transara.

Haft er eftir heimspekingnum Voltaire, sem barđist hatrammlega fyrir tjáningarfrelsi sú gullvćga setning, einkennisorđ ţeirra sem hafna helsi en verja frelsi: "Ég fyrirlít skođanir ţínar en ég er tilbúinn ađ leggja mikiđ í sölurnar til ađ ţú fáir ađ halda ţeim fram." (sumir segja lífiđ í sölurnar)

En ţađ er vegiđ ađ tjáningarfrelsinu og forsćtisráherra ţjóđarinnar ćtlar sér ađ fá samţykkt ákvćđi um svonefnda hatursorđrćđu og skikka fólk til ađ sćta innrćtingu um ţađ sem má ekki segja og hvađ má. Hversu mikiđ hyldýpis djúp er á milli hugmynda heimspekingsins Voltaire og Katrínar Jakobsdóttur. 

Ţađ er kreppt ađ tjáningarfrelsinu međ ýmsum hćtti. Nýveriđ var vinstri sinnađur kennari viđ Endurmenntunarstofnun Háskóla Íslands Kristján Hreinsson rekinn fyrir ađ setja fram skođanir um transara. Fólk á hćgri vćng stjórnmálanna brást almennt viđ og fordćmdu ţessa gerrćđislegu lýđrćđisfjandsamlegu ákvörđun Endurmenntunarstofnunar, en vinstri menn međ Egil Helgason í broddi fylkingar réttlćttu ofbeldiđ og  mćltu köpuryrđi  í garđ Kristjáns. Lítiđ lagđist ţá fyrir ţessa kappa.

Ofstopinn gagnvart Kristjáni og starfsbann (berufsverbot) í garđ fólks sem setur fram ađrar skođanir en ţćr viđurkenndu hefur ţví miđur fest ákveđnar rćtur hér á landi. Fórnarlömb rétthugsunarinnar hafa m.a.veriđ Kristinn Sigurjónsson, sem var gert ađ láta af störfum viđ Háskólanun í Reykjavík og Snorri kenndur viđ Betel, sem fékk ekki heldur ađ stunda kennslu vegna ákvörđunar bćjarstjórnar Akureyrar, en Snorri hafđi unniđ ţađ sér til saka ađ vísa til ákveđinna ritningarorđa Biblíunar á fésbókarvef sínum.  

Ţessir hlutir voru fordćmanlegir, en ţví miđur áttu ţeir Kristinn og Snorri sér allt of fáa formćlendur á sínum tíma ţó fólk fordćmi ritskođun HR og Akureyrarbćjar í dag. 

Ţessi dćmi sýna okkur ađ viđ verđum stöđugt ađ vera á verđi gagnvart ófrelsinu og lýđrćđisfjandsamlegum ađgerđum. 

Ţví miđur eru dćmin mörg ţar sem fólk ţarf í dag ađ líđa fyrir skođanir sínar. En ţađ versta sem er ađ gerast í núinu er ađ stórir hópar fólks, einkum ungt fólk, veigrar sér viđ ađ setja fram skođanir sínar af ţví ađ ţađ sér hvađa afleiđingar ţađ getur haft.


Bloggfćrslur 13. júní 2023

Höfundur

Jón Magnússon
Jón Magnússon

Síðuritari er Hæstaréttarlögmaður og fyrrverandi alþingismaður.

 

Eldri fćrslur

Sept. 2025
S M Ţ M F F L
  1 2 3 4 5 6
7 8 9 10 11 12 13
14 15 16 17 18 19 20
21 22 23 24 25 26 27
28 29 30        

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (19.9.): 509
  • Sl. sólarhring: 712
  • Sl. viku: 3976
  • Frá upphafi: 2603683

Annađ

  • Innlit í dag: 479
  • Innlit sl. viku: 3720
  • Gestir í dag: 460
  • IP-tölur í dag: 445

Uppfćrt á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikiđ á Javascript til ađ hefja innskráningu.

Hafđu samband