Leita í fréttum mbl.is

Mr. Humphrey Appleby er alltaf til staðar ef á reynir.

Ég gat ekki varist því að brosa út í báðar og hugsa til frægasta ráðuneytisstjóra veraldar Mr. Humphrey Appleby úr þáttunum "Já ráðherra" þegar Halldór Þorgeirsson formaður loftslagsráðs lagði fram tillögur ráðsins um viðbrögð við meintri loftslagsvá. 

Í samanburðarþættinum var Mr. Humphrey að ræða við ráðerrann um fullbúið sjúkrahús, með 1.500 starfsmenn, en engan sjúkling. Ráðuneytisstjórinn sagði að fjölga yrði starfsfólki um 500.  Ráðherrann spurði til hvers hvað er þetta fólk að gera. Mr. Humphrey talaði lengi um alls kyns verkefni, skjalavörslu, rannsóknarstörf,skipulagningu,stjórnsýsluverkefni,fjármálastjórn o.s.frv. Já sagði ráðherrann en það eru engir sjúklingar. Til hvers sjúklingar sagði Humphrey. Af því að sjúkrahús eru fyrir sjúklinga sagði ráðherra, en þar var Mr. Humphrey ekki á sama máli og færði fróðleg rök máli sínu til stuðnings. 

Í tillögum loftslagsráðs er lagt til að móta markvissa loftslagsstefnu, stórefla stjórnsýslu loftslagsmála m.a. í öllum krummaskuðum og hreppum landsins, skerpa aðgerðir stjórnvalda, beita stjórntækjum skilvirkar, nýta sérfræðiþekkingu, virkja getu stjórnvalda. bæta rannsóknir, bæta vöktun og undirbyggja ákvarðanir. Alvege eins og Mr. Humphrey hefði samið þetta.

Því miður bregst loftslagsmálaráðherrann okkar öðru vísi við en í þættinum Já ráðherra. Loftslagsmálaráðherra Íslands finnst tillögur hins íslenska Humphrey vera einmitt stórasannleikann í málinu og grípa þurfi til hamfaraðgerða alias Kóvíd gegn almenningi.

Vissulega má sjálfsagt finna matarholu fyrir 1500 opinbera starfsmenn til viðbótar til að sinna þeim stjórnsýslutengdu verkefnum sem íslenski Humphreyinn leggur til og ráðherrann er greinilega tilbúinn til að kokgleypa. Jafnvel þó að hamfarahlýnunin hér sé sú að hitastig undanfarna mánuði og ár hefur verið að lækka en ekki hækka. En það skiptir Guðlaug Þór ráðherra og hinn íslenska Humphrey formann Loftslagsráðs engu máli. Alþýðan skal blæða.  

 

 


Takk fyrir. Nú þarf að breyta um stefnu

Þingflokkur Sjálfstæðisflokksins er boðaður til fundar skv. frétt í Mbl. Þinflokksfundir eru ekki algengir skömmu eftir þingslit. En tilefnið er ærið. 

Viðfangsefni þinflokksfundarins ætti að vera hvort forsenda er fyrir að Sjálfstæðisflokkurinn sitji áfram í vinstri stjórninni undir forsæti Katrínar Jakobsdóttur.

Vinstri grænir komu lengi vel í veg fyrir nokkrar breytingar á Útlendingalögum og Sigríður Andersen sem reyndi að koma skikki á þann málaflokk, sem arftaki hennar Áslaug Arna Sigurbjörnsdóttir gerði hinsvegar ekki var rekin til baka af VG með frv. til breyttra útlendingalaga. Í fimmtu tilraun tókst Jóni Gunnarssyni að koma útvötnuðu frv. um breytingu á útlendingalögum í gegnum þingið, en þá hafði VG verið í varðstöðunni til að koma í veg fyrir að hagsmunum þjóðarinnar og fólksins í landinu yrði sinnt vegna hagsmuna ólöglegra innflytjenda um árabil. 

Vegna þvergirðingsháttar VG og stjórnarandstöðunnar að undanskildum Miðflokki og Flokks fólksins eru útlendingamálin komin í algjört óefni eins og daglegar fréttir frá Reykjanesbæ bera vitni. Þau mál eiga bara eftir að versna og hagsmunir íslendinga eru ítrekað settir til hliðar vegna þess að koma verður hlaupastrákum frá Sómalíu og víðar að komnum fyrir og útvega þeim læknisaðtoð strax, þó að íslenskar fjölskyldur þurfi að bíða svo vikum og mánuðum skipti eftir slíkri þjónustu.

Ekki nóg með að VG hafi verið með þvergirðingshátt varðandi hagsmuni þjóðarinnar gagnvart ólöglegum innflytjendum. Nú stendur vinnumálaráðherra gegn því að lagt sé fram nauðsynlegt frumvarp varðandi vinnudeilur, sem gæti tryggt miðlunartillögum Ríkissáttasemjara öruggan framgang. Af hverju skyldi það nú vera?

Síðast en ekki síst, þá hefur atvinnumálaráðherra nú á vægast sagt hæpnum forsendum komið í veg fyrir eðlilega arðsköpun og bættan hag verkafólks með því að banna á síðustu stundu hvalveiðar og það án þess að nokkur lagalegur grundvöllur sé til staðar. 

Þessi gerð Svandísar Svavarsdóttur bætist ofan á annan óskapnað, sem frá henni hefur stafaði í gegnum tíðina og hefur m.a. kostað skattgreiðendur gríðarlega fjármuni eins og stöðvun virkjunar án lagalegra forsendna. Framganga hennar í Kóvíd faraldrinum og nú ofstopafull aðgerð, sem er að mati Vilhjálms Birgissonar formanns Verkalýðsfélags Akraness algjör pópúlismi. Tekið skal undir þau orð Vilhjálms.

Síðast en ekki síst þá hefur ríkisstjórnin farið fram með þeim hætti varðandi umframeyðslu og skattlagningu að Sjálfstæðisfólk getur ekki unað við það. Hvað þá að Sjálfstæðisflokkurinn beri áfram stjórnskipulega ábyrgð á þeirri vegferð. Á 6 ára tímabili ríkisstjórnarinnar hafa ríkisútgjöld aukist gríðarlega, báknið hefur einnig vaxið gríðarlega og skv. fjárlögum 2023 munu ríkisútgjöld aukast um 193 milljarða, sem er algjört met og stór hluti þessarar umframeyðslu er tekin að láni hjá börnum okkar og barnabörnum, án þess að þau hafi nokkuð um það að segja. Því miður ber Sjálsfstæðisflokkurinn stjórnskipulega áfram á ríkisfjármálunum, eitthvað sem flokkurinn verður að taka til gagngerrar skoðunar og móta stefnu í samræmi við grundvallarhugsjónir flokksins um ráðdeild og sparsemi í ríkisrekstri, þar er líka um að ræða hvort Sjálfstæðisflokkurinn á áfram erindi við þjóðina eða ekki. 

Innan ríkisstjórnarinnar er ekki samstaða um að taka á þeim málum sem brenna helst á þjóðinni. Ríkisstjórnin gerir þá borgurum sínum þann mesta greiða að viðurkenna að hana hafi þrotið örendið og rétt sé að leita annarra leiða og reyna að finna starfhæfan meirihluta til að lækkka ríkistúgjöld, lækka skatta, loka landinu fyrir hælisleitendastraumnum og auka frelsi til atvinnu- og arðsköpunar í landinu. 


Bloggfærslur 22. júní 2023

Höfundur

Jón Magnússon
Jón Magnússon

Síðuritari er Hæstaréttarlögmaður og fyrrverandi alþingismaður.

 

Eldri færslur

Sept. 2025
S M Þ M F F L
  1 2 3 4 5 6
7 8 9 10 11 12 13
14 15 16 17 18 19 20
21 22 23 24 25 26 27
28 29 30        

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (19.9.): 509
  • Sl. sólarhring: 712
  • Sl. viku: 3976
  • Frá upphafi: 2603683

Annað

  • Innlit í dag: 479
  • Innlit sl. viku: 3720
  • Gestir í dag: 460
  • IP-tölur í dag: 445

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband