Leita í fréttum mbl.is

Fjórfrelsi fólk vinna og auđhyggja

Sérkennilegt ađ talsmenn verkalýđsins skuli ekki gagnrýna alţjóđa ofurkapítalismann fyrir ađ nota reglur um frjálsa för verkafólks eingöngu til ađ ţjóna skammtímahagsmunum og  auđhyggju hinna skammsýnu. 

Fjórfrelsi Evrópusambandsins: Frjáls flutningur á vörum, fjármunum, ţjónustu og fólki. Vörur eru hlutir, fjármagn eru peningar, ţjónusta eru ađgerđir, en fólk er allt annađ og ólíkt. Fólk eru vitsmunaverur, bundiđ eigin menningu, tilfinningum, afstöđu, hegđunarmynstri og ţjóđfélagssýn o.s.frv. 

Frjáls för er sett í Evrópusáttmálann til ađ ţjóna hagsmunum stórfyrirtćkja til ađ geta međhöndlađ vinnuafliđ eins og hráefni og flytja ţađ fram og til baka og halda launakjörum niđri, en um leiđ ađ búa til lágstétt innflytjenda og ađra lágstétt velferđarfarţega, sem telur ţađ ekki ţess virđi ađ vinna láglaunatörfin sem lágstétt innflytjenda vinnur. 

Hin hliđin á peningnum er sú, ađ međ ţví ađ flytja hćfasta fólkiđ frá ţróunarríkjunum eđa fátćku löndunum, er veriđ ađ taka frá ţeim mestu verđmćtin, mannauđinn, sem ţessi ríki gćtu byggt framfarasókn sína á. 

Ofurfyrirtćki glóbalismans í Bandaríkjunum og Evrópusambandinu hafa átölulaust flutt verksmiđjur og framleiđslufyrirtćki frá Evrópu og Ameríku, ţar sem verkalýđurinn hefur náđ góđum réttindum og starfskjörum. Vel launuđ vinna er tekin frá hinum vinnandi stéttum í Evrópu og Bandaríkjunum til ađ flytja ţau til ríkja ţar sem réttindi hinna vinnandi stétta eru engin og launakjör vísa til nútíma ţrćlahalds.

Verkalýđshreyfingin og stjórnmálamenn Vesturlanda hafa látiđ ţetta yfir sig ganga og brugđist gjörsamlega. Ţađ veldur ţeim ekki vökunum á Davos fundum hinna ofurríku og stjórnmálamanna í ţjónustu ţeirra. Ţar rćđa menn um ađ koma í veg fyrir ađ venjulegt fólk geti ferđast í sumarleyfinu sínu vegna meintrar hnattrćnnar hlýnunar á sama tíma og Davos furstarnir koma á fundinn á um ţúsund einkaţotum.

Verkalýđshreyfingin virđist ekki hugsa um annađ en kjarasamninga í krónum og aurum, en horfir ekki til langtímamarkmiđa. Stjórnmálastéttin hefur brugđist alla ţessa öld og raunar lengur, ţar hefur auđhyggjan ráđiđ öllu, en siđrćn gildi og virđingin fyrir einstaklingnum vikiđ algjörlega nema viđkomandi sé auđmađur og skiptir ţá ekki máli hvernig auđurinn er tilkominn. 

Mammon spyr bara um hvađ ţú átt mikla peninga ólíkt hinum kristilegu  og siđrćnu gildum ţar sem glađst er yfir velgengni fólks ţegar ţađ hefur unniđ til ţess á heiđarlegan hátt. 

 


Bloggfćrslur 11. júlí 2023

Höfundur

Jón Magnússon
Jón Magnússon

Síðuritari er Hæstaréttarlögmaður og fyrrverandi alþingismaður.

 

Eldri fćrslur

Sept. 2025
S M Ţ M F F L
  1 2 3 4 5 6
7 8 9 10 11 12 13
14 15 16 17 18 19 20
21 22 23 24 25 26 27
28 29 30        

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (19.9.): 509
  • Sl. sólarhring: 712
  • Sl. viku: 3976
  • Frá upphafi: 2603683

Annađ

  • Innlit í dag: 479
  • Innlit sl. viku: 3720
  • Gestir í dag: 460
  • IP-tölur í dag: 445

Uppfćrt á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikiđ á Javascript til ađ hefja innskráningu.

Hafđu samband