Leita í fréttum mbl.is

Í tilefni hinseginn daga.

Í kosningum 2015 í bænum Hamtramck í Michican í Bandaríkjunum urðu múslimar í meirihluta. Vinstri sinnaðir stjórnmálamenn fögnuðu og sögðu þetta sýna gildi fjölmenningar og fólk frá ólíkum menningarheimum, gæti búið saman í sátt og samlyndi.

Vinstri menn voru ekki lengi í Paradís og vissu ekki í hvorn fótinn þeir ættu að stíga þegar bæjarstjórnin í Hamtramck samþykki samhljóða, að banna regnbogafána hinsegin fólks í bænum. Múslimar sem fylltu ráðhús bæjarins fögnuðu.

Hvað hefði gerst ef kristið fólk hefði verið í meirihluta og bannað regnbogafánann? Vinstra fólkið hefði farið hamförum vegna ofbeldis gegn minnihlutahópi og staðið fyrir mótmælagöngum og óeirðum og sagt bannið sýna ógeðfelda og fordæmanlega hvíta kynjahyggju ferðarveldisins .

En þarna var meintur minnihlutahópur að taka afstöðu gegn öðrum meintum minnihlutahópi. Málstað hvors á vinstri hugmyndafræðin að taka? Ef þeir snúast gegn múslimunum geta þeir sagt að verið sé að þvinga þá til að samþykkja ákveðin gildi þvert á trúarskoðanir og haldið því fram að um sé að ræða Íslamshatur.

Sérkennilegt, að vinstra fólk á Vesturlöndum, sem áður voru boðberar frelsis og mannréttina og hinsegin fólk hér á landi, skuli ekki skynja að múslimar og hinsegin fólk eru andstæður og múslimar og fjölmenning eru andstæður. Þeir eru boðberar einmenningar í andstöðu við frjálslynd gildi mannréttinda og tjáningarfrelsis.


Bloggfærslur 9. ágúst 2023

Höfundur

Jón Magnússon
Jón Magnússon

Síðuritari er Hæstaréttarlögmaður og fyrrverandi alþingismaður.

 

Eldri færslur

Sept. 2025
S M Þ M F F L
  1 2 3 4 5 6
7 8 9 10 11 12 13
14 15 16 17 18 19 20
21 22 23 24 25 26 27
28 29 30        

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (19.9.): 584
  • Sl. sólarhring: 774
  • Sl. viku: 4051
  • Frá upphafi: 2603758

Annað

  • Innlit í dag: 552
  • Innlit sl. viku: 3793
  • Gestir í dag: 528
  • IP-tölur í dag: 513

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband