Leita í fréttum mbl.is

Tjáningarfrelsiđ og rétthugsunin.

Páll Vilhjálmsson er einn af beittustu pistlahöfundum, sem skrifa um dagleg málefni. Hann hefur ekki vílađ fyrir sér ađ taka til umrćđu í pistlum sínum ýmis mál, sem er nauđsynlegt ađ rćđa á opinberum vettvangi en margir vilja láta kyrrt liggja. Í stađ ţess ađ andmćla honum međ rökum grípa margir sem eru á öndverđum meiđi til ţess, ađ ráđast persónulega á Pál međ fullum ónotum,  hótunum og hatursorđrćđu. 

Skólastjóri Fjölbrautarskólans í Garđabć (FG), hefur leyst nemendur undan ţví ađ mćta í tíma hjá Páli. Allt er ţetta vegna pistla hans undanfariđ. Skólastjórinn gerir ekki tilraun til ađ rökrćđa málin viđ kennarann heldur grípur til einhliđa ráđstafana međ fullyrđingum, sem standast vart rökrćnt samhengi viđ ţađ sem veriđ er ađ amast út af varđandi pistla Páls.

Í pistlum sínum varđandi hinsegin frćđslu, samtökin 78 o.fl í ţví sambandi setur Páll fram ýmsar fullyrđingar. Spurningin sem skólastjórinn hefđi átt ađ skođa fyrst, er hvort fullyrđingarnar eru réttar eđa rangar. Séu ţćr réttar er ekkert tilefni til ađ skrifa ţađ bréf sem skólastjórinn skrifađi til foreldra og nemenda. Séu ţćr rangar ţá er eđilegt ađ skólastjórinn bendi á ţađ og biđji kennara sinn um ađ leiđrétta misfćrslur. Ţannig ber ađ bregđast viđ á markađstorgi tjáningarfrelsisins í stađ ţess ađ ráđast á einstakling, sem nýtir sér tjáningarfrelsiđ. 

Ég bíđ ţess, ađ ţeir sem telja ađ Páll fari međ rangt mál í pistlum sínum eigi viđ hann eđlilega rökrćđu svo almenningur geti tekiđ afstöđu á grundvelli vitrćnnar umrćđu. Ţađ ađ hóta mönnum starfsmissi eđa lítillćkka fyrir skođanir, sem eiga erindi í umrćđuna í lýđrćđisríki, er fordćmanlegt.


mbl.is Ţurfa ekki ađ mćta í tíma til Páls
Tilkynna um óviđeigandi tengingu viđ frétt

Vandamálafrćđi og vansćld

Sagt er frá niđurstöđu könnunar, sem sýnir ađ íslendingar eru nú óhamingjusamari en fyrr. 

Hvađ veldur ţví ađ sú ţjóđ, sem býr viđ hvađ mestu efnahagslegu velsćld, býr viđ friđ og meira öryggi,en flestir ađrir í heimi hér, skuli vera svona vansćl. Já og hvernig stóđ á ţví ađ ţjóđin var mun hamingjusamari hér áđur fyrr, ţó efnahagsleg verđmćti og almenn velsćld vćri minni en nú er. 

Getur veriđ ađ vandamálafrćđin sem umlykur fólk međ allskyns greiningum og međferđum og lyfjagjöf valdi hér einhverju? 

Pólitíkin hefur e.t.v. ákveđiđ međ ţetta ađ gera, en stjórnarandstađa á öllum tímum hamast viđ ađ segja fólki hvađ ţví líđur illa ţó ţví líđi ţokkalega og jafnvel asskoti vel. Horfa má á leikţátt međ einleik Inga Sćland til ađ sjá ţađ. 

Et til vill skortir fólk markmiđ hugsjónir og áskoranir til ađ ţađ átti sig á hvađ lífiđ er skemmtilegt og ţess virđi ađ lifa ţví sćlt og ánćgt ţó ađ stundum gefi hressilega á bátinn.

Já og ef til vill vantar ţjóđina rótartengingu viđ kristilegan menningararf til ađ geta betur áttađ sig á ţeim áskorunum sem allir standa frammi fyrir á lífsleiđinni. Sumir oftar ađrir sjaldnar og hvernig á ađ bregđast viđ og međ von og trú.

Já og ef til vill skortir á, ađ fólki sé bent á ţá grundvallarstađreynd ađ: "Hver er sinnar gćfusmiđur" 

Sennilega vćri ţjóđin hamingjusamari ef fólk fengi ađ vera í friđi fyrir vandamálafrćđinni og háskólaspekinni og gerđi sér grein fyrir ţví ađ viđ höfum öll gildi sem einstaklingar og viđ höfum ţćr skyldur ađ ávaxta okkar pund hvort sem er í eiginlegri eđa óeiginlegri merkingu eins vel og viđ getum.

 

 


Bloggfćrslur 15. september 2023

Höfundur

Jón Magnússon
Jón Magnússon

Síðuritari er Hæstaréttarlögmaður og fyrrverandi alþingismaður.

 

Eldri fćrslur

Sept. 2025
S M Ţ M F F L
  1 2 3 4 5 6
7 8 9 10 11 12 13
14 15 16 17 18 19 20
21 22 23 24 25 26 27
28 29 30        

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (19.9.): 668
  • Sl. sólarhring: 848
  • Sl. viku: 4135
  • Frá upphafi: 2603842

Annađ

  • Innlit í dag: 629
  • Innlit sl. viku: 3870
  • Gestir í dag: 596
  • IP-tölur í dag: 581

Uppfćrt á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikiđ á Javascript til ađ hefja innskráningu.

Hafđu samband