Leita í fréttum mbl.is

Hvað nú?

Vonum seinna sleit Bjarni Benediktsson stjórnarsamstarfinu. Það hefði átt að gera löngu fyrr, áður en í óefni væri komið í svo mörgum málum aðallega vegna þvergirðingsháttar VG. 

Í rúm 7 ár hefur Sjálfstæðisflokkurinn gefið svo mikið eftir fyrir VG að það verður erfitt fyrir forustu flokksins og þingflokk að heyja kosningabaráttuna sem trúverðugur hægri sinnaður borgaralegur flokkur sbr. grunnstefnu flokksins: 

"Að vinna í innanlandsmálum  að víðsýnni og þjóðlegri umbótastefnu á grundvelli einstaklingsfrelsis og atvinnufrelsis með hagsmuni allra stétta fyrir augum.

Hvað skal þá til ráða?

 


Og ég sem á eftir að vaska upp.

Sagt er að eitt sinn, þegar Lási kokkur og skipsfélagar hans voru úti á rúmsjó, hafi einhver kallað niður til Lása: "skipið er að farast Lási" og þá glumdi um allt skipið."Ó Guð minn góður og ég sem á eftir að vaska upp."  Þannig lítur hver með sínum hætti á sitt mikilvægasta hlutverk.

Á Íslandi er ríkisstjórn sem á ekkert erindi lengur. En ráðherrarnir afsaka slímsetu sína í ráðherrastólum með því að það séu svo mörg verkefni sem brýnt sé að leysa áður en þeir standi upp úr stólunum.  Þannig er það alltaf. Samt er  mikilvægast að losna við ríkisstjórn sem hefur þrotið örendið.

Ríkisstjórnina þraut örendið þegar þáverandi forsætisráðherra Katrín Jakobsdóttir stóð upp úr stólnum. Þá þegar voru andstæður orðnar áberandi og vaxandi. Þess þá heldur mátti öllum vera ljóst að það væri glæfraspil að halda áfram þegar VG mundi breytast í SS (skæruliðasveit Svandísar Svavarsdóttur), sem hefur ekki vílað fyrir sér að ganga gegn stjórnarskrárvörðu atvinnufrelsi og valda einstaklingum, fyrirtækjum og ríkinu milljarða tjóni. 

Þar sem ríkisstjórnina skortir framtíðarsýn og innan hennar er ekki samstaða um neitt sem máli skiptir væri ráðlegast fyrir forsætisráðherra að biðjast þegar á morgun lausnar fyrir sig og ráðuneyti sitt. 

Það er svo annað mál, hvort formenn Sjálfstæðisflokks og Framsóknar vilja leggja áfram á djúpið, þá með tilstyrk annarra. En þessi ríkisstjórn gengur ekki þar sem VG Svandísar Svavarsdóttur er ekki stjórntækur flokkur lengur. 


Bloggfærslur 13. október 2024

Höfundur

Jón Magnússon
Jón Magnússon

Síðuritari er Hæstaréttarlögmaður og fyrrverandi alþingismaður.

 

Eldri færslur

Okt. 2024
S M Þ M F F L
    1 2 3 4 5
6 7 8 9 10 11 12
13 14 15 16 17 18 19
20 21 22 23 24 25 26
27 28 29 30 31    

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (14.10.): 114
  • Sl. sólarhring: 892
  • Sl. viku: 1557
  • Frá upphafi: 2391582

Annað

  • Innlit í dag: 110
  • Innlit sl. viku: 1460
  • Gestir í dag: 110
  • IP-tölur í dag: 108

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband