Leita í fréttum mbl.is

Tilbúinn hvar sem vera skal

Brynjar Níelsson fv.þingmaður sækist eftir sæti á framboðslista Sjálfstæðisflokksins og er það ánægjuefni. Nái hann kjöri má telja upp á að almenn leiðindi á Alþingi verði minni en verið hefur á þessu kjörtímabili þar sem á hefur skort að á þingi sitji fólk sem sér líka spaugilegu hlutina við tilveruna. 

Skv. frétt mbl.is má skilja Brynjar, að hann sé tilbúinn í slaginn í hvaða kjördæmi sem er. Þegar atkvæði eru talin í alþingiskosningum er jafnan talað um flakkarann sem er sá þingmaður óbundinn kjördæmum sem dettur inn sem jöfnunarmaður síðast allra. Nú býðst Brynjar til að vera flakkari fyrirfram. 

Sumir ætla vegna þess skamma tíma, sem eru fram að kjördegi,að þá sé ekki annað í stöðunni en að samþykkja óbreytta framboðslista Sjálfstæðisflokksins. Það er rangt. Allar heimildir eru fyrir hendi í skipulagsreglum til að lýðræðið fái að ráða og kjördæmisráð ákveði framboðslista flokksins óbundið af því hverjir sitja fyrir í hvaða fleti. 

Mikilvægt er að breytingar verði á framboðslistum Flokksins og þess sjáist glögg merki að Flokkurinn telji nú nauðsynlegt að víkja í burtu því vinstra foraði sem Flokkurinn hefur of lengi verið fastur í. 

Einnig að sú einarða afstaða flokksmanna, sem kemur fram í skoðanakönnunum. um að gæta verði fullveldis þjóðarinnar og játast ekki undir erlent skattlagningarvald hvort sem er í loftslagsmálum eða á öðrum sviðum, fái framgang með því að fulltrúar þeirra sjónarmiða skipi sæti efst eða ofarlega á framboðslistum Flokksins. Þar er til mikils að vinna hvað varðar heildarfylgi Flokksins að vel takist til. 


Bloggfærslur 15. október 2024

Höfundur

Jón Magnússon
Jón Magnússon

Síðuritari er Hæstaréttarlögmaður og fyrrverandi alþingismaður.

 

Eldri færslur

Okt. 2024
S M Þ M F F L
    1 2 3 4 5
6 7 8 9 10 11 12
13 14 15 16 17 18 19
20 21 22 23 24 25 26
27 28 29 30 31    

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (16.10.): 17
  • Sl. sólarhring: 1690
  • Sl. viku: 3967
  • Frá upphafi: 2394448

Annað

  • Innlit í dag: 16
  • Innlit sl. viku: 3722
  • Gestir í dag: 16
  • IP-tölur í dag: 16

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband