Leita í fréttum mbl.is

Óeðlileg afskipti af kosningum

Breski Verkamannaflokkurinn hefur sent yfir 100 manns til að vinna að kjöri Kamillu Harris til forseta Bandaríkjanna. 

Með þessu er breski Verkamannaflokkurinn að hafa óeðlileg afskipti af kosningu í öðru ríki já og það í annarri heimsálfu.

Er hægt að líða það og samþykkja að erlend ríki geti og megi styrkja stjórnmálaflokka eða einstaka frambjóðendur annarra ríkja hvort heldur sem er með fjárframlögum eða vinnuframlagi?

Við sem fámenn þjóð sem gætum átt það á hættu ef afskipti erlendra stjórnmálaflokka og auðmanna eru talin afsakanleg, að þessir erlendu aðilar stýrðu því og réðu hverjir væru í framboði, en það ætti að reynast þeim tiltölulega auðvelt í prófkjörsflokkunum og síðan að bera fé á fólk með einum eða öðrum hætti til að ná fram því markmiði að þeirra frambjóðendur yrðu kjörnir. 

Þessi afskipti breskra sósíalista af forstakosningum í Bandaríkjunum sýna, að við þurfum að setja ákveðnar leikreglur sem koma í veg fyrir það, að erlend stjórnmálaöfl,auðhringir og auðmenn hafi heimild til að hafa afskipti af kosningum hér á landi. 

 

 


Enn stendur Jón og glottir við tönn

Brynjar Níelsson hefur iðulega talað um svokallað fýlupokafélag fjögurra þingmanna Sjálfstæðisflokksins, sín, Haraldar nú bæjarstjóra á Akranesi, Jóns Gunnarssonar og Ólaf Björns Kárasonar þingmanna suðvesturkjördæmis. Raunar var fýlupokanafngiftin öfugmæli.

Allir voru þessir menn í fremstu röð þingmanna Sjálfstæðisflokksins og börðust hvað harðast fyrir grundvallarstefnu Flokksins. Nú gæti svo farið, að engin þeirra sæti á Alþingi eftir kosningar. 

Minnir þetta nokkuð á það sem sagði í ljóðinu um Njálsbrennu:

"Burtu var Kári,brunninn Grímur, höggvinn Helgi, Héðinn stóð einn tepptur við gaflað og glotti við tönn."

Svo dramatískt verður þetta að vísu ekki árið 2024, en alltaf gildir þaða sama í pólitíkinni og segir í kvæðinu um Goðmund kóng.

Jón Gunnarsson hefur verið öflugur þingmaður. Hann hefur leyst þau verkefni sem honum hafa verið falin með miklum sóma bæði sem ráðherra og í starfi flokksins innan eigin kjördæmis og á landsvísu sem ritari Flokksins. Framganga hans sem dómsmálaráðherra í málefnum hælisleitenda sýndi að þar fór maður sem átti erindi og breytti miklu til hins betra. 

Það er sótt að Jóni Gunnarssyni og nú verður hann að berjast fyrir sæti sínu á framboðslista Flokksins eins og gengur í pólitíkinni. Vonandi ber Sjálfstæðisfólk í Suðvesturkjördæmi gæfu til að veita honum öflugan stuðning,sem hann á skilið svo hann verði áfram einn helsti forustumaður Flokksins í kjördæminu og merkisberi hans á Alþingi næsta kjörtímabil.

 


Bloggfærslur 18. október 2024

Höfundur

Jón Magnússon
Jón Magnússon

Síðuritari er Hæstaréttarlögmaður og fyrrverandi alþingismaður.

 

Eldri færslur

Apríl 2025
S M Þ M F F L
    1 2 3 4 5
6 7 8 9 10 11 12
13 14 15 16 17 18 19
20 21 22 23 24 25 26
27 28 29 30      

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (3.4.): 7
  • Sl. sólarhring: 456
  • Sl. viku: 2025
  • Frá upphafi: 2505453

Annað

  • Innlit í dag: 7
  • Innlit sl. viku: 1902
  • Gestir í dag: 7
  • IP-tölur í dag: 7

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband