Leita í fréttum mbl.is

Lögbundið ekki valkvætt

Þingmenn, búsettir á höfuðborgarsvæðinu kosnir á þing fyrir kjördæmi utan þess fá ríflega oft ómaklega húsnæðisstyrki auk annarra fríðinda. Af hverju ættu Jakob Frímann og Sigmundur Davíð, báðir búsettir  í kjarna höfuðborgarinnar að fá milljónir á ári vegna þess eins að vera kjörnir á þing fyrir norðausturkjördæmi. Eða Þórdís Kolbrún Reykfjörð Gylfadóttir, búsett í Kópavogi að fá milljónir sem þingmaður Akraness?

Allt er þetta fráleitt. Af hverju ætti Þórdís, Jakob og Sigmundur öll búsett í kjarna höfuðborgarsvæðisins að fá margar milljónir á ári skattfrjálst umfram aðra þingmenn vegna búsetustyrkja sem landsbyggðarþingmenn? 

Þessu fólki er ljóst að þetta er ekki í lagi og þarna er verið að hafa rangt við. Þórdís Kolbrún segir að þessar greiðslur séu ekki valkvæðar heldur lögbundnar. Miðað við það sem hún ber fyrir sig, þá er henni og hefur verið ljóst, að þetta er óeðlilegt, en gerir ekkert til að leiðrétta óskapnaðinn. Þeir Jakob og Sigmundur þegja hinsvegar þunnu hljóði. Þingmönnum umfram aðra er ljóst, að lögum má breyta og sjái þeir ranglæti þá ber þeim skylda til að mæla fyrir breytingum.

Einkunarorð Sjálfstæðismanna hefur verið "Gjör rétt þol ei órétt" Í því felst, að teljum við eitthvað vera rangt, þá berjumst við fyrir breytingum. 

Það var skylda þeirra allra Jakobs, Sigmundar og Þórdísar Kolbrúnar að berjast fyrir því að þessum ólögum og óréttlæti gagnvart þjóðinni og samþingmönnum þeirra yrði breytt. En þau gerðu það ekki og sitja uppi  með Svarta Pétur í málinu. 

 


Bloggfærslur 19. október 2024

Höfundur

Jón Magnússon
Jón Magnússon

Síðuritari er Hæstaréttarlögmaður og fyrrverandi alþingismaður.

 

Eldri færslur

Nóv. 2024
S M Þ M F F L
          1 2
3 4 5 6 7 8 9
10 11 12 13 14 15 16
17 18 19 20 21 22 23
24 25 26 27 28 29 30

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (24.11.): 297
  • Sl. sólarhring: 697
  • Sl. viku: 4118
  • Frá upphafi: 2427918

Annað

  • Innlit í dag: 273
  • Innlit sl. viku: 3809
  • Gestir í dag: 264
  • IP-tölur í dag: 253

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband