Leita í fréttum mbl.is

Þú ert númer 18 í röðinni

Flestir héldu að með tölvubyltingunni mundi þjónusta við almenning verða miklu betri og auðveldara yrði að verða sér úti um margvíslega þjónustu. Sú hefur því miður ekki orðið raunin.

Á árum áður átti hver sinn heimilislækni og fékk auðveldlega tíma hjá honum og það tók ekki langan tíma að komast að hjá sérfræðilækni. Liðin tíð eins og flestir þekkja.

Þjónusta bankanna minnkar og viðskiptavinirnir verða að snarir í tölvusnúningunum til að ná að fá þjónustu. Fyrrum bankastjóri ensks viðskiptabanka skrifaði um hvað einstaklingsbundin þjónusta vær léleg og unga fólkið yrði að sætta sig við að þeir sem ólust ekki upp með tölvunum séum seinni í öllum aðgerðum. Greinin hét: Ég er bara gamall ekki fáviti. Gott fyrir okkur unga fólkið að muna það þegar einhver er lengi að ganga frá sínum málum.

En svo er að ná sambandi við þjónustustofnanir. Flestir þekkja að það getur reynt á þolrifin. Sjálfvirkir símsvarar leiða fólk áfram venjulegast með löngum inngangi og síðan press nine for English og síðan á einhvern tölustaf til að komast nær því sem maður vill fá upplýsingar um eða panta. 

Þegar ég hringdi síðast í slíka þjónustustofnun þá kom að ég væri nr. 18 í röðinni. Allt í lagi með það, en eftir ógnarlangan tíma þegar ég var orðinn nr. 11 í röðinni sagði sjálfvirka kjaftakerlingin kl. 11.20.

"Það er engin þjónustufulltrúi við og síðan rofnaði sambandið rofið. Aftur reyndi ég síðar um daginn og var nr. 11 í röðinni og sambandið rofnaði þegar ég var nr. 4 í röðinni. Ég gafst ekki upp og hringdi í þriðja skiptið og þá náði ég loksins í gegn eftir alinlanga og drykklanda stund:

"Já ég ætlaði að fá flensusprautu. Svar: "Viltu ekki fá Kóvíd líka?" Nei: Svar: "Flestir taka Kóvíd." "Já en ekki ég."

Það er greinilegt að ég næ ekki að eldast upp úr því að vera afabrigðilegur. 

Hvað um það. Er ekki mál til komið að fólk fái eðlilega góða og hraða þjónustu en þurfi ekki að eyða heilu og hálfu dögunum í að hlusta á hvar það sé í röðinni. 

 


Bloggfærslur 21. október 2024

Höfundur

Jón Magnússon
Jón Magnússon

Síðuritari er Hæstaréttarlögmaður og fyrrverandi alþingismaður.

 

Eldri færslur

Okt. 2024
S M Þ M F F L
    1 2 3 4 5
6 7 8 9 10 11 12
13 14 15 16 17 18 19
20 21 22 23 24 25 26
27 28 29 30 31    

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (23.10.): 88
  • Sl. sólarhring: 1183
  • Sl. viku: 7261
  • Frá upphafi: 2402628

Annað

  • Innlit í dag: 83
  • Innlit sl. viku: 6783
  • Gestir í dag: 83
  • IP-tölur í dag: 83

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband