Leita í fréttum mbl.is

Grundvallarstefnan höfðar til mín

Ólafur Adolfsson nýkjörinn foringi Sjálfstæðisflokksins í NV kjördæmi komst vel að orði í útvarpsþætti  og gerði grein fyrir því að hann styddi Sjálfstæðisflokkinn vegna þeirra grundvallar stefnumála sem flokkurinn var stofnaður til að vinna að. 

Á sama tíma og hann gerði grein fyrir mikivægi þess, að gætt væri að einstaklingsfrelsinu og svigrúmi einstaklinganna til að takast á við verkefni á eigin forsendum, án þess að ríkisvaldið legði steina í götu þeirra með óhóflegri skattheimtu eða regluverki.  Á sama tíma og Ólafur gerði grundvallarstefnu Sjálfstæðisflokksins góð skil, þá gagnrýndi hann hvernig til hefði tekist að mörgu leyti í landsstjórninni og gengið hefði verið of langt í ríkisvæðingunni. 

Það dylst engum, að umsvif ríkisins hafa vaxið til muna á undanförnum árum ekki síst í Kóvíd faraldrinum og erfiðlega hefur gengið að vinda ofan af því. Þess vegna er mikilvægt að Sjálfstæðisflokkurinn kjósi fleiri frambjóðendur eins og Ólaf til forustu í landsmálunum, sem hafna ríkishyggjunni sem rekin hefur verið og krefjast þess að Flokkurinn snúi aftur  til grunngilda sinna og sinni þeim baráttumálum sem hann var stofnaður til að sinna. 

Geri Sjálfstæðisflokkurinn það ekki, þá á hann ekki erindi lengur í íslenskri pólitík. 

Þegar Margrét Thatcher tók við sem formaður Íhaldsflokksins hafði sá flokkur látið teyma sig út í vaxandi ríkishyggju, en vegna stefnufesti og leiðtogahæfileika Thatcher tókst að vinda ofan af því og nýtt framfara- og velmegunarskeið tók við í Bretlandi. 

Hægri menn mega aldrei vera hræddir við að fylgja stefnu sinni um einstaklingsfrelsið og athafnafrelsið til góðs fyrir fólkið í landinu. 


Bloggfærslur 22. október 2024

Höfundur

Jón Magnússon
Jón Magnússon

Síðuritari er Hæstaréttarlögmaður og fyrrverandi alþingismaður.

 

Eldri færslur

Nóv. 2024
S M Þ M F F L
          1 2
3 4 5 6 7 8 9
10 11 12 13 14 15 16
17 18 19 20 21 22 23
24 25 26 27 28 29 30

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (24.11.): 295
  • Sl. sólarhring: 700
  • Sl. viku: 4116
  • Frá upphafi: 2427916

Annað

  • Innlit í dag: 271
  • Innlit sl. viku: 3807
  • Gestir í dag: 263
  • IP-tölur í dag: 252

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband