Leita í fréttum mbl.is

Þegar rökin skortir

Margir hafa reynt það að þegar á það skortir að fólk geti fært rök fyrir máli sínu, þá grípur það til þeirra varna að hengja  merkimiða á andmælendur sína. Fáir kunna þá list betur en stjörnulögmaðurinn Sveinn Andri Sveinson, sem hefur tapað fleiri málum fyrir rétti en flestir aðrir núlifandi lögmenn.

Í pistli sem hann skrifar, þá vandræðast hann með  að mér skuli hafa verið boðið sæti á lista Sjálfsæðisflokksins í Reykjavík norður og hengir á mig miða rasisma,Íslamsandúðar og transfóbíu. 

Ég kippi mér ekki upp við svona bull og merkimiða enda mátt þola þá á annan áratug. Staðreyndin er hinsvegar sú að hefði verið tekið á hælisleitendamálum eins og ég hef lagt til m.a. með tillögu á Landsfundi 2015,þá væru engin vandamál hvað það varðar og útgjöld ríkisins í þann málaflokk væru nú um 50 milljörðum lægri á ári. 

Varðandi meinta transfóbíu þá er sú nafngift röng. Ég hef hinsvegar sömu skoðun í þeim málum og höfundur Harry Potter bókanna J.K. Rawlings  Svo því sé síðan bætt við sömu skoðun á lögunum um kynrænt sjálfræði og breska ríkisstjórnin, sem hafnaði að staðfesta slíka bullöggjöf frá skoska þinginu.

Þannig fellur allt um sjálft sig í málflutningi Sveins Andra og það ekki í fyrsta skipti.

 

 


Bloggfærslur 29. október 2024

Höfundur

Jón Magnússon
Jón Magnússon

Síðuritari er Hæstaréttarlögmaður og fyrrverandi alþingismaður.

 

Eldri færslur

Nóv. 2024
S M Þ M F F L
          1 2
3 4 5 6 7 8 9
10 11 12 13 14 15 16
17 18 19 20 21 22 23
24 25 26 27 28 29 30

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (24.11.): 294
  • Sl. sólarhring: 704
  • Sl. viku: 4115
  • Frá upphafi: 2427915

Annað

  • Innlit í dag: 270
  • Innlit sl. viku: 3806
  • Gestir í dag: 262
  • IP-tölur í dag: 251

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband