Leita í fréttum mbl.is

Kamelljónið

Kamelljón skipta um lit eftir aðstæðum og eru alætur. Viðreisn hefur eignast sitt kamelljón í holdgervingi Jóns Gnarr.

Helsta vandamálið, sem að Jón Gnarr nefnir sem nýbakaður Vðireisnarmaður er, að við höfum tekið við of mörgum flóttamönnum. Bregðast verði við með því að loka landinu.

Jón Gnarr sýndi eftirminnilega sem borgarstjóri, hvað hann átti gott með að bregða sér í margbrotin hlutverk t.d. á degi fatlaðra, hinssegin fólks og sjónskertra svo dæmi séu nefnd. Nú eru útlendingarnir of margir og Jón sækir gegn þeim.

Jón Gnarr var í framboði til forseta og var spurður um fjölmenningu og útlendinga og þá hafði hann þessa skoðun: 

Ég er eindreginn fjölmenningarsinni. 

Íslenska samfélagið er miklu skemmtilegra vegna innflytjenda.

Sem forseti mun ég tala máli þeirra útlendinga sem hingað vilja koma og setjast að. 

Þá gagnrýndi Jón sérstaklega að RÚV gæfi upp þjóðerni sakamanna og sagði almenningi kæmi  það ekki við. 

Þegar vegin eru saman orð og áherslur Jóns Gnarr forsetaframbjóðanda og Viðreisnarframbjóðanda kemur í ljós það sem einkennir pólitísk kamelljón. Þú veist ekkert fyrir hvað kamelljónið stendur eða hvað það vill í pólitík annað en að komast í vellaunaða innivinnu, án takmarks eða tilgangs.

Alætan kamelljónið sem getur skipt litum eftir aðstæðum segir því eitt í dag annað á morgun.

Það er eðli kamelljóna. 


Bloggfærslur 5. október 2024

Höfundur

Jón Magnússon
Jón Magnússon

Síðuritari er Hæstaréttarlögmaður og fyrrverandi alþingismaður.

 

Eldri færslur

Nóv. 2024
S M Þ M F F L
          1 2
3 4 5 6 7 8 9
10 11 12 13 14 15 16
17 18 19 20 21 22 23
24 25 26 27 28 29 30

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (24.11.): 292
  • Sl. sólarhring: 711
  • Sl. viku: 4113
  • Frá upphafi: 2427913

Annað

  • Innlit í dag: 268
  • Innlit sl. viku: 3804
  • Gestir í dag: 260
  • IP-tölur í dag: 249

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband