Leita í fréttum mbl.is

Ofstjórnarsamfélgið

Ýmsir stjórnmálaflokkar hafa bæði hér á landi og í Evrópu reynt að byggja upp ofstjórnarsamfélög á grundvelli hræðsluáróðurs og ofbeldis. Krafist er hlýðni við hina einu réttu skoðun og þeir sem óhlýðnast hafa verra af. Þetta er hugmyndafræði allsherjarríkisins sem fasistaforinginn Benito Mussolini talaði fyrir á síðustu öld og kommúnista- og sósíalistaflokkar hafa síðan tileinkað sér. 

Undanfarna 3 áratugi hefur verið haldið uppi linnulausum áróðri um að allt sé að farast vegna hlýnunar jarðar. Ekkert af þeim spádómum sem settir hafa verið fram í því sambandi þessa þrjá áratugi um hamfarahlýnun hafa reynst réttir öðru nær. En á grundvelli þessa hræðsluáróður hefur ríkisvaldið hækkað skatta, sem bitna verst á neytendum og boða víðtæk bönn við eðlilegum lífsháttum. 

Nú hafa tveir stjórnmálaflokkar, Samfylking og Viðreisn tekið að sér að yfirbjóða VG og Pírata í dellumakeríinu varðandi viðbrögð við meintri hnattrænni hlýnun. Formenn Viðreisnar og Samfylkingar lýsa því yfir að þær vilji banna nýskráningu bensín og díselbíla á næsta ári takk fyrir. 

Manni verður nánast orða vant þegar maður heyrir svona algjöra dellupólitík. Af hverju á að beita valdi ríkisins til að banna notkun á hagkvæmasta bifreiðaeldsneytinu?  Mun þetta bann hafa einhver afgerandi áhrif á losun kolefnislofttegunda í heiminum? Að sjálfsögðu ekki. 

Hvað er það þá, sem hefur gert þær Þorgerði Katrínu Gunnarsdóttur formann Viðreisnar og Kristrúnu Mjöll Frostadóttur formann Samfylkingarinnar svona snargalnar að láta sér detta í hug að ætla að banna nýskráningar bensín- og díselbíla á næsta ári?

Svarið er dyggðaflöggun og vilji til valdbeitingar gagnvart almennum borgurum. Þar sem spurningin um nýskráningu bensín og díselbíla hér á landi hefur engin áhrif á eitt eða neitt í veröldinni, þá er þetta ein alvarlegasta birtingarmynd ofstjórnar og valdbeitingar gagnvart neysluvenjum venjulegs fólks sem heyrst hefur. 

Stjórnmálamenn sem svona tala og hugsa hika ekki við að setja reglur um að hver borgari skuli að viðlagðri ábyrgð að lögum einungis borða skv. matseðli frá Lýðheilsustofnun ríkisins. Já og það sem rætt hefur verið að hver borgari fái ákveðinn kvóta til að ferðast í flugvélum t.d. eina flugferð á ári á meðan elítan flýgur óhindrað á einkaþotunum sínum. 

Óneitanlega finnst manni það miður, að stjórnmálaleiðtogar flokka sem hingað til hefur mátt ætla að væru miðvinstri flokkar eru svona gjörsamlega rofnir úr tengslum við grundvallarreglur um frelsi einstaklingsins og borgaraleg réttindi, að þeim finnst í lagi að beita ofstjórnarvaldi sínum með þeim hætti,sem eingöngu einræðisstjórnir hafa hingað til látið sér detta í hug. 

Þessar yfirlýsingar formanna Viðreisnar og Samfylkingar sýna að þeim er ekki treystandi til að tryggja lágmarksfrelsi einstaklinganna til að lifa lífinu að eigin geðþótta skv. eðlilegum hófstilltum reglum réttarríkisins og lýðræðisþjóðfélagsins.   

 


mbl.is Vilja banna skráningu nýrra bensínbíla á næsta ári
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Bloggfærslur 10. nóvember 2024

Höfundur

Jón Magnússon
Jón Magnússon

Síðuritari er Hæstaréttarlögmaður og fyrrverandi alþingismaður.

 

Eldri færslur

Nóv. 2024
S M Þ M F F L
          1 2
3 4 5 6 7 8 9
10 11 12 13 14 15 16
17 18 19 20 21 22 23
24 25 26 27 28 29 30

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (24.11.): 172
  • Sl. sólarhring: 832
  • Sl. viku: 3993
  • Frá upphafi: 2427793

Annað

  • Innlit í dag: 160
  • Innlit sl. viku: 3696
  • Gestir í dag: 159
  • IP-tölur í dag: 157

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband