Leita í fréttum mbl.is

Lausn allra vandamála

Þegar formaður Samfylkingarinnar sagði ekki forgangsatriði nr. 1 að troða Íslandi inn í Evrópusambandið (ES),tók Viðreisn við keflinu.  Viðreisn hefur gengið vel að reka áróður fyrir ES og mælist nú nærststærsti flokkur landsins í skoðanakönnunum eftir að hafa náð ótrúlegum árangri í að selja fólki falska ævintýrið; "Fagnaðarerindið um ES algjör dýrð og dásemd."  Skv. ævintýri Viðreisnar um ES þá leysast öll vandamál fyrirtækja og almennings í landinu með því að ganga í ES og taka upp evru. 

Áróður Viðreisnar lítur m.a. að því, að með því að ganga í ES muni Ísland taka upp evru og bankalán til almennings beri þá 2.5% vexti og endanlega losni fólk við verðtryggingu.

Þessi framsetning er með verstu rangfærslum sem settar eru fram við þessar kosningar. Í fyrsta lagi er það ekki gert á einum degi að ganga í Evrópusambandið, það er ferli sem tekur nokkur ár. Í öðru lagi þá liggur ekkert fyrir að við getum tekið upp evru fyrr en löngu síðar þó við göngum í Evrópusambandið. Í þriðja lagi þá liggur ekkert fyrir þó við förum í aðildarviðræður, að aðild að ES þjóni hagsmunum fólks eða fyrirtækja í landinu.

Færi svo að við gerðumst aðilar að ES þá þyrftum við að fórna ýmsum mikilvægum hagsmunum eins og yfirstjórn á ýmsum auðlindum landsins t.d. fiskveiðiauðlindinni. Þá þyrftum við að borga umtalsvert meira til ES umfram það sem við fengjum frá bandalaginu. Hver væri þá gróðinn? 

Þess er vandlega gætt af ES trúboðum Viðreisnar að segja ekki frá því að verðbólga hefur verið töluverð á Evrusvæðinu og mismunandi eftir svæðum. Evran er því ekki nein allsherjarlausn gegn verðbólgu nema síður sé. 

Það sem aldrei er sagt frá í áróðri ES sinna eins og Viðreisnar er að fyrirtæki í Evrópu eiga í erfiðleikum vegna ofsköttunar og stöðugt íþyngjandi regluverks, sem breytist stöðugt. Fyrirtækin á ES svæðinu þurfa að borga helmingi meira og allt að tíu sinnum meira í orkukostnað en samkeppnisaðilar þeirra víða utan ES.

Það sem hefur heltekið hugi æðstu stjórnar ES undanfarin ár er kyn og loftslag. Alskonar bullreglur eru settar á grundvelli kynjafræðinnar, en það er þó hátíð miðað við "zero carbon" (kolefnishlutleysi)stefnu ES sem á að taka gildi árið 2050. Sú stefna mun kosta skattgreiðendur á ES svæðinu gríðarlega fjármuni, hækka vöruverð og valda því að fyrirtæki og framleiðendur á ES svæðinu geta illa staðið samkeppnisaðilum utan ES snúning. Hætt er við að sú kreppa sem nú er að læðast yfir ES svæðið verði enn illskeyttari en spár gera ráð fyrir. 

Það hefur alveg farið framhjá ES trúboðinu, en ef ekki þá er þagað um það af ásetningi, að framleiðni á ES svæðinu er mun minni en hér á landi og víðast annarsstaðar í heiminum meðan annars á samkeppnissvæðunum í Ameríku og Asíu. ES svæðið stefnir í kyrrstöðu eða kreppu með versnandi lífsafkomu fólks á svæðinu því miður. Það er staðreyndi í málinu.  Þessvegna hefur verið dustað rykið af Mario Draghi fyrrum bankastjóra Evrópubankans  og hann fenginn til að skila skýrlu um það hvað ES þurfi að gera til að bjóða fólki og fyrirtækjum  sínum upp á sambærileg lífskjör og eru utan ES.

Í stað þess að það yrði lyftistöng fyrir íslenskt atvinnulíf eða einstaklinga að ganga í ES miðað við aðstæður eins og þær eru nú á ES svæðinu þá yrði það til að draga úr möguleikum okkar í sókn til betri lífsgæða.

Eða hvers vegna er frétt um það að búast megi við því að aukin straumur Pólverja verði til Íslands á næstunni vegna versnandi afkomu. Sýnir það ekki hve holur hljómur er í áróðri Viðreisnar. 

 

 


Bloggfærslur 14. nóvember 2024

Höfundur

Jón Magnússon
Jón Magnússon

Síðuritari er Hæstaréttarlögmaður og fyrrverandi alþingismaður.

 

Eldri færslur

Nóv. 2024
S M Þ M F F L
          1 2
3 4 5 6 7 8 9
10 11 12 13 14 15 16
17 18 19 20 21 22 23
24 25 26 27 28 29 30

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (14.11.): 400
  • Sl. sólarhring: 405
  • Sl. viku: 4332
  • Frá upphafi: 2420550

Annað

  • Innlit í dag: 375
  • Innlit sl. viku: 3969
  • Gestir í dag: 356
  • IP-tölur í dag: 339

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband